Er biðtími náttúrulögmál?

 Furðuleg eru rök forstjóra spítalans. Manneskja sem þarf í augnsteinaskipti og ætlar sér í röðina í opinbera kerfinu í dag, er sennilega númer tvö þúsund og eitthvað á biðlistanum. Hægt er að kaupa sig framhjá biðröðinni í dag, fyrir þá sem geta, á einkareknum stofum, en það er engin óskastaða. Framfarir sem forstjórinn segir felast í því að biðin eftir mjaðmaliðsskiptum hafi styst úr sextán í átta mánuði er skandall, út af fyrir sig. Greinilegt að þar mælir heill maður, með mikla reynslu í Exel, en litla þekkingu á raunum fólks í biðröð, sárþjakað og kvalið upp á hvern dag, bíðandi í röð eftir líkn sinna meina. Hver dagur skiptir máli, þegar heilsa og lífsgæði eiga í hlut. Grunnur heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi er góður að mestu, en hagræðing og sjúklingavæn niðurstaða næst aðeins með því að hið opinbera kerfi þurfi að standa á pari við einkarekið kerfi, sem vinnur samhliða því. Aðeins þannig fæst "heilbrigður samanburður" á þessum tveimur kerfum og hvati hjá báðum að gera sitt besta. Það er ekkert náttúrulögmál að biðlistar séu eilíflega svona langir, eða jafnvel nokkrir. Öll óþörf bið er slæm. Svo einfalt er það. Að hreykja sér af því að sárkvalið fólk þurfi núna "aðeins" að bíða í átta mánuði, ber ekki vott um mikinn metnað.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Skammsýni“ að semja við Klíníkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband