Auðlindagjald af útsýni?

 Ef Tuðarinn mætti leggja orð í belg, til framdráttar hérlendri túrhestauppvöðslu, væri mitt fyrsta ráð til þessarar gullfallegu konu að leggja auðlindagjald, með fullum virðisaukaskatti á útsýnisferðir. Útsýni er nefnilega sameiginleg auðlind. Fólk kemur til Íslnds til að sjá  landið! Útsýni ber því að auðlindaskattsvæða. Til afsláttar mætti hinsvegar færa óþægilegar útsýnisferðir, sökum hörmulegs vegakerfis og skorts á kömrum og göngustígum. Allt í allt, sökum arfaslakra innviða, má hugsnleg gefa afslátt.  Auðlindaskatt á allar útsýnisferðir, með 20% virðisaukaskatti, vegna ónýtu veganna og engin rúta fengi að yfirgefa höfuðborgarsvæðið, án talningar farþega. Til þess yrðu skipaðar að minnsta kosti þrjátíu og fjórar nefndir, auk aðstoðarliðs og farþegateljara. Kostnaður móti innkomu, er nokkuð ljós, en mun að endingu skipta engu máli. Það mun ekki sjást ein einasta rúta meir, ofan Ártúnsbrekku, frekar en laxeldiskvíar á Vestfjörðum, eða fólk sem þar einu sinni bjó. Kvótakerfið hið seinna, verður í boði bjartrar framtíðar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Framsýni, forvarnir og friðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konur eru konum verstar.

 Þarf að segja eitthvað meira um það? Kvenréttindakonur og menn sjást afar sjaldan gagnrýna steypurugl frá "tískudrottningum" eða tónlistarkonum, sem nánast bjóða almenningi í útsýnisferð í klofið á sér, gegn greiðslu, við hvert tækifæri sem býðst. Madonna, Lady GAGa, Myles Qruis eða hvað þær heita allar. Ef karlmaður hagaði sér svona, væri hann umsvifalaust handtekinn fyrir ósiðlegt athæfi. Ef karlmður"niðurlægir" ímynd kvenna, er hann fordæmdur. Tala nú ekki um ef hann er í framboði til forseta Bandaríkjanna. Konum virðist hinsvegar algerlega frjálst að gera lítið úr sér sjálfum, án nokkurra afleiðinga og síðan fordæma karla fyrir kvenfyrirlitningu, sem ekki líkar klobbaboðsferðin. Geirvörtur eru ekki bannaðar á almannafæri, enda engin ástæða til. Umræðan er komin út í tómt rugl og konur orðnar konum verstar. Hverjum er ekki sama um þessa blessuðu stúlku, eða hvað hún kýs að sýna af líkama sínum? Varla meira en 40 kíló og því lítið að sýna annað en bein og skinn. Kjóllinn sennilega ekki dýr. Allavegana ekki mikið efni. Er þetta frétt?  Er þetta fréttamiðill, eða glamúrsykraður glassúrþvæluvefur, um ekki neitt?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Skildi ekkert eftir fyrir ímyndunaraflið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snöggt/skjótt skipast veður í lofti.

 Ekki man Tuðarinn eftir að hafa heyrt Sigmund upplýsa fyrirfram um nákvæmar útfærslur á því sem ríkisstjórnin hugðist gera, annað en almenns eðlis, í stjórnartíð hans. Lái honum hver sem vill. Þegar Sigmundur stígur í pontu og lýgur fyrir framan alþjóð, ekki í viðtalinu fræga, heldur í Eldhúsdagsumræðum á Alþingi, brennir hann síðasta brúarstólpann undan sér. Fjárlög eru afgreidd einu sinni á ári. Það er rétt hjá honum. Fjármálastefna til lengri tíma en eins árs í senn, hefur aldrei verið rædd á Alþingi fyrr. Þetta veit Sigmundur, en brennir sjálfan sig a ógætilegu orðavali. Þarna fer ekki heill maður. Þarna fer maður í hefndarhug. Slíkur maður ætti að taka sér hlé frá þingstörfum og skoða sinn innri rann. Þó illa hafi verið að honum veist, með forkastanlegri fyrirsát, verður hann að hemja sjálfan sig, ef hann vill endurvekja traust á sér. Það tókst honum svo sannarlega illa í kvöld og nánast pínlegt að sitja undir ræðu hans. Framsóknarflokkurinn er greinilega ríkur af bakstunguhnífasettum. Gildir þar einu, hvort um er rætt borgar eða landspólitík.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Ekkert nýtt, engin stefna, engin sýn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband