Prófkjörafarsi Pírata og VG.

Píratar mælast annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins um þessar mundir og hafa haft mikið fylgi, samkvæmt flestum skoðanakönnunum, í langan tíma. Nú ber hinsvegar svo við að ekki er hægt að smala saman sextán hræðum til þáttöku á framboðslista í Norðvesturkjördæmi. Ef til vill ekki að undra, þar sem drottningu flokksins hugnaðist ekki niðurstaða fyrra prófkjörsins og lét ógilda það. Sá sem lenti í efsta sæti í því prófkjöri, tekur skiljanlega ekki þátt í þessu næsta og jafnvel skipper Pírata í kjördæminu ætlar heldur ekki að taka þátt. Hvar ætli allt þetta fylgi, sem Píratar mælast með, sé niðurkomið, ef ekki næst einu sinni að manna fámennan framboðslista í heilu kjördæmi?

 Annað stjórnmálaafl, Vinstri Grænir, hélt einnig nýverið sitt prófkjör á svipuðum slóðum. Þar á bæ var það kjör fellt úr gildi, af forkólfum flokksins, sökum "formgalla" og boðað til annars í staðinn. Forystan á þeim bænum sama merki brennd og hjá Pírötum. Hugnast ekki uppstillingin og því gert ógilt og boðað til annars, eða eins margra og þarf, þar til þóknanleg niðurstaða hefur fengist fyrir forystusveitina. 

 Undarleg tík, pólitíkin. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Píratar kjósa aftur í NV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband