"Virðing fyrir leiknum", í boði Borgunar.

Kortafyrirtækin Borgun og Valitor hafa á undanförnum árum verið dæmd til að greiða "sáttagreiðslur" vegna markaðsmisnotkunar og vanvirðingar við sinn eigin leik, upp á milljarða króna. Hræsnin, viðbjóðurinn og óvirðingin sem þessi fyrirtæki telja sig geta hent aftur fyrir sig, með stuðningsyfirlýsingum og fjármokstri í auglýsingar, ásamt einhverjum stuðningi við landslið karla í fótbolta, sem greitt er af kortanotendum, ætti að fá flest hugsandi fólk til að æla. Það ælir hinsvegar enginn og flestir halda áfram að eiga viðskipti við þessi virðingarlausu fyrirtæki, sem víla ekki fyrir sér samráð og undirferli í sínum leik. Þar ríkir enginn heiðarleiki. Þar gengur leikurinn út á undirferli og skepnuskap.

Held ég æli bara einn, en áfram Ísland!!!!! 

 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan. 


Bloggfærslur 3. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband