20.6.2016 | 00:04
Láta hann borga og setja reglur!
Alveg er það makalaust hve stjórnvöld, ferðaþjónustufyrirtæki og nánast allir, sem koma að ferðamannaiðnaðinum eru gjörsamlega vanbúin fyrir alls kyns uppákomum og lausnum, er varða afvegaleidda ferðamenn. Hingað til lands getur nánast hver sem er komið og gert nánast hvað sem honum sýnist. Týnst, villst eða ratað illa og allir eru tilbúnir að leita. Fara úr vinnu, missa tekjur og fá síðan aðeins klapp á bakið. Þetta er ekki sanngjarnt og kominn tími til að láta rífa í buddur þeirra sem skilja ekki alvarleikann. Upplýsa ferðamenn um að allt vapp utan áður skipulegra ferða geti kostað þá skildinginn sinn.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Göngumaðurinn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |