Er Viðreisn hætt við ESB?

"Það tryggir þjóðin best með því að skipta ekki um póla á fjögurra ára fresti og kjósa öfganna á milli"

 Svo mörg voru þau orð. Varla er hægt að skilja þessi orð öðruvísi en svo, að galið sé að sækja um inngöngu í ESB og umpóla með því eigin valdi, til ákvarðanatöku um okkar mál. Furðulegt þetta nýja stjórnmálaafl, sem kennir sig við viðreisn. Er ætlunin að taka Níelsson á þetta? Maður bara spyr og skilur hvorki upp né niður í svona málflutningi. Verð barasta að viðurkenna það. Flokkurinn stofnaður um það eitt að umpóla algerlega Íslensku stjórnarfari, en boðar svo til blaðamannafundar, hafandi látið frá sér yfirlýsingu sem þessa. Vonandi verða viðstaddir blaðamenn á þessum fundi, sem ekki fóru út að skemmta sér í kvöld, því full ástæða er til að hafa athyglina hundrað prósent skýra, ef takast á að meðtaka boðskapinn óbrenglaðan og bera hann á borð, með þeim hætti að skiljist, venjulegu fólki.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Viðreisn hafnar dilkadrætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband