Kvóta eða ekki kvóta.

Það er enginn munur á að gera út trillu eða togara, annar en stærðir. Hvort heldur gert er út, þarf leyfi til að veiða fisk. Sá sem ætlar sér, eða vill, veiða fisk þarf að geta fjárfest í samræmi við það sem hann má veiða. Ef magnið sem veiða má er á huldu, er ekki hægt að gera áætlanir um reksturinn og enn síður fjárfesta í nauðsynlegum búnaði. Uppboð á aflaheimildum er einhver fáránlegasta tillaga sem hægt er að hugsa sér. Þeir sem setja fram þvílíka dellu vil ég meina að hafi ekki hundsvit á rekstri, en kjósi að setja þetta fram til að slá ryki í augu almennings, rétt fyrir kosningar. Þetta hljómar jú déskoti vel og gæti landað atkvæðum. Fyrirtæki sem eiga skip geta ekki haldið sínu striki sökum óvissu og þeir sem vilja hefja rekstur geta það ekki heldur. Einungis bjálfar, eða sósíalistar fjárfesta undir svona kringumstæðum. Þetta er algerlega galin hugmynd og hver sá sem heldur því fram að þetta sé sú leið sem fara skal, er annaðhvort pírati, viðreisnarseggur, VG lygari eða samfylkingartengdur. Það fjárfestir enginn í tækjum og tólum, sem hugsanlega er hægt að nota, eða hafa arð af. Þetta skilja sósíalistar ekki, enda algerlega úr takt við allt sem heitir almenn skynsemi eða augljós rekstrarskilyrði. Þess vegna eru þeir sósíalistar. Skilja ekki einu sinn hagfræði 101. 

Populistar og lýðskrumarar af verstu gerð, sem sötra latteið undir víkilíksballöðu.

 Kerfið sem við búum við í dag er hinsvegar ekki gallalaust. Þar má margt betur fara. Að slá um sig með uppboðsleiðinni, án nokkurra útskýringa um hvernig, er steypa.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Kerfið er gallað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG og stóru orðin.

" Nei VG mun ekki standa að aðildarumsókn um inngöngu í Evróðusambandið". Þetta voru ein síðustu orð Þistilfjarðarkúvendingsins fyrir kosningarnar þarsíðustu. Nánast daginn eftir hafði flugfreyjan barið jarðfræðingsnemann til hlýðni og umsóknin orðin staðreynd, enda feitir stólar falboðnir í skiptum fyrir hugsjónirnar. Nokkuð sem enginn illa innrættur og afdankaður sósíalisti, með "of lengi á þingi án teljandi valda"heilkennið lætur fram hjá sér fara. Miðað við stórkarlalegar yfirlýsingar Svandísar mætti ætla að nú þegar væri verið að makka, í reykfylltum herbergjum, um samstarf VG við einhverja sem ekki á að ræða við, samkvæmt ummælum sendiherradótturinnar.

Það er ekki orð að marka VG.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ræða mögulega vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingmennska í áskrift?

 Það er virðingarvert þegar menn og konur bjóða sig fram til þingmennsku, með það að markmiði að gera gagn, landi og þjóð. Ef þeir einstaklingar sem bjóða sig fram, telja hinsvegar að með því að ná kjöri í eitt sinn, eða jafnvel fleiri, sé þeim sköpuð sjálfvirk áskrift að stól sínum á þingi, er betur heima setið, en af stað farið. Heilindin horfin og ljóst að ekki var um hugulsemi gagnvart þjóðinni að ræða, heldur persónulegum metnaði og valdagræðgi. Við þurfum ekki valdagráðugt fólk á Alþingi. Við þurfum einstaklinga sem taka hag heildarinnar fram yfir eigið valdabrölt. Það er ekkert náttúrulögmál að ákveðnir einstaklingar sitji svo lengi á þingi að stóllinn grói við endaþarminn á þeim. Mosavaxnir þursar og tækifærissinnar eiga ekkert erindi á þing.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Fjandi lítið og lélegt fylgi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband