Takmarkalaus endaleysa?

Það kemur sífellt betur og betur í ljós hverslags óöld þessi ömurlegasta, allra ömurlegra ríkisstjórna, virðist staðráðin í að koma þjóðinni í á næstu mánuðum, árum og áratugum. Engu er líkara en þessu fólki hafi verið byrluð einhver ólyfjan, sem hefur þá verkun eina, að slátra samfélaginu með öllum tiltækum ráðum, undir vökulum augum ríkisins. Undirlægjuháttur, aumingjaskapur og innanflokkaterrorismi stjórnarflokkanna gegn heilsteyptum stjórnarflokkameðlimum sem vilja standa á meiningu og sannfæringu sinni, er svo skelfilegur, að einna helst er hægt að líkja vinnubrögðunum við einræðis og skelfingarstjórnir lengst til hægri og vinstri. Þekking á hagfræði og skynsamlegum kreppumeðulum er eitthvað sem enginn virðist vera að velta neitt sérlega mikið fyrir sér á stjórnarheimilinu. Það er einfaldlega ekki heil brú í neinu sem þetta fólk er að boða að muni leysa úr eða létta á því ástandi sem nú ríkir. Öll þjóðin skal með góðu eða illu gerð að meðalaumingjum undir handleiðslu ríkisins og þegar þar að kemur, algjörum aumingjum undir stjórn skrifræðisskrímslis í Brussel. Kúvendingnum úr Þistilfirðinum og Jóku "minn tími mun koma" munu í sögubókum verða talin einhver ótrúlegustu ólíkindatól sem vermt hafa stóla Ölþingis við Austurvöll. Hvað ætli núverandi fjármálaráðherra hafi tekið við miklum styrkjum og sporslum frá ríkinu sem bóndi? Varla verið settur niður einn andskotans girðingarstaur án styrkja, sem einhver hefur greitt, annar en sá sem girti. Það má vel vera að einhver undrist þennan útblástur Tuðarans gegn þessum blessuðu manneskjum, en það er ástæða fyrir því að kvikyndinu er heitt í hamsi. Sem sjómaður frá árinu 1977 og fram á þessa öld, greiddi ég mína skatta og skyldur til samfélagsins. Fékk notið smá skattfríðinda í formi sjómannaafsláttar. Sjómannaafsláttur hefur verið þyrnir í augum margra gegnum árin og það var ekki spurning um hvort, heldur hvenær, hann yrði afnuminn, eftir að ljóst var hvaða óbermi veldust til stjórnar ríkisins eftir síðustu kosningar. Tuðarinn er á engan hátt hlynntur skattaafslætti, þannig lagað séð, EN.: Það er eitt sem gleymist algerlega í umræðunni um sjómannaafsláttinn. Af hverjum fjórum fiskum sem sjómaður á þátt í að veiða, fær hann ekki greitt nema fyrir þrjá. Ástæðan.: Jú, fjórðungur af hlut sjómanna er dreginn af þeim og engin laun greidd fyrir, því einn fiskur af fjórum fer í að greiða fyrir eldsneytið á skipið. Áður en hlutur er reiknaður til áhafnar, er semsagt um fjórðungur tekinn frá skiptum, til að dekka kostnað útgerðarinnar. Þetta er svona svipað og flugmenn fengju bara þrjá tíma greidda fyrir fjögurra stunda flug til að greiða fyrir steinolíuna á flugvélina, eða kassadaman í Hagkaup, Bónus eða Krónunni fengi þrjá tíma af fjórum greidda, því kassin notaði svo mikið rafmagn og eigandanum þyrfti því að hjálpa til að láta enda ná saman. Tuðarinn tók þátt í því á sínum tíma að af honum voru dregin laun frá óskiptum afla, til að greiða í Verðjöfnunarsjóð Sjávarútvegarins. Sjóði sem ætlað var, eins og nafnið benti til, að jafna út sveiflur á verði afurða og tryggja þeim sem greiddu í sjóðinn, mannsæmandi laun og rekstrarafkomu í harðæri. Sjóði þessum var STOLIÐ eins og hann lagði sig, á sínum tíma og úr honum búið til fyrirbæri sem kallað var "Fjárfestingabanki Atvinnulífsins". Yfir þennan banka var síðan settur strákbjálfi sem gjarnan saumar út í fristundum og átti, er fram liðu stundir, eftir að verða einn helsti arkitektinn að hruni Íslands, þrátt fyrir barnslega góðlegt útlit og skítsæmilega söngrödd. Sú stjórn er nú situr er verndari þessa strákbjálfa og annara hans líka, en það eru ég og þú, skattgreiðandi góður, sem borgum brúsann.  

Fari þessi ríkisstjórn Norður og niður. ( Með þessu er ég ekki á nokkurn hátt að gera lítið úr þeirri átt) Megi bölvun hvíla á þeim sem á undan henni ríktu, en megi ÍSLAND og þjóðin sem hér býr komast úr hremmingum þessum ÁN svona andskotans vitleysinga.

ÞJÓÐSTJÓRN STRAX..........eða bara eitthvað annað en þetta lið, sem nú á dögum telst heita ríkisstjórn. Eru virkilega engir pottar til, sem virka gegn þessari óáran?       


mbl.is Boðar afnám sjómannaafsláttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Erla Sumarliðadóttir

Góður!

Það er svo merkilegt hversu fólk er fljótt að GLEYMA.

T.d. að olíugjaldið á sjómenn átti að vera í skamman tíma,

hann er enn við líði. Það átti að hjálpa útgerðarmönnum.

Almenningur sér ofsjónum yfir sjómannaafslættinum.

En MAN EKKI að olíugjaldið var sett á verkamanninn sjálfan.

Fjárfestingabanki Atvinnulífsins-Grátbroslegt .

Fólk er fljótt að GLEYMA.

Guðrún Erla Sumarliðadóttir, 27.11.2009 kl. 02:37

2 Smámynd: a

HEYR HEYR!!!

loksins kom maður með viti að skrifa hérna inn. Ekki má gleyma því að sjómenn fá einnig greitt lægra fyrir það að vera á nýju skipi. plús stórfellda launalækkun í seinustu kjarasamningum og stórfelldum níðingshætti að hálfu yfirvalda þegar sjómenn fóru í verkfall vegna bágra kjara og sett voru lög á verkfallið (og sömu sögu er að segja af hjúkrunarfræðingum)

mæli með því að menn skoði málin aðeins áður en menn fara að væla.

horfið á þetta líka frá þessu sjónarhorni, sjómenn eru að fá hærri laun núna, hærri laun = hærri skattgreiðslur einnig hærri laun = meiri peningur fer útí þjóðfélagið ekki satt?

a, 28.11.2009 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband