Bjargvættur Íslands!

Mikið er þjóðin "rík" að eiga ráðherra á borð við þann sem nú gegnir embætti félags og tryggingamálaráðherra. Annað eins mannvit hefur tæpast verið á borð borið fyrir okkur sauðsvartan almúgan frá stofnun lýðveldisins, sem nú rambar reyndar á barmi gjaldþrots. Það er dásamlegt að geta sofið rólegur, vitandi það að heljarmenni og "ofurvitsmunaverur" á borð við fyrrnefndan ráðherra vaka yfir landslýð og verja hann með kjafti og klóm, "vitsmunum", ótrúlegri kænsku, ráðsnilld og einhverjum "djúphugsuðustu" efnahagsaðgerðum seinni tíma. Hvaða hest sem við veðjum á, er nokkuð ljóst að ráðherra þessi hefur aldrei svo mikið sem stígið á bak neinum þeirra. Veit hvorki hvað snýr fram eða aftur, eða hvorum endanum étið er með eða hvorum skitið. Hvernig er það annars, eru engin inntökuskilyrði í pólitík? Greindarpróf, könnun á reiknikunnáttu, eða eitthvað sambærilegt? Það þarf stúdentspróf og hreint sakavottorð ef einhver vill gerast flugliði, svo lítið dæmi sé tekið. Er nema von að hér sé allt í kaldakoli?
mbl.is Veðja á réttan hest?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Væri alveg til í að sjá fleiri þingmenn úr atvinnulífinu, sem vita í hvorn endann er troðið og eða hvor endinn á að snúa Fram og þá alveg burt séð frá því hvurt viðkomandi ætlar (til er saga af presti sem svaraði börnum sem flissuðu af því að hann snéri öfugt á hrossinu ,, hvað viti þið um það hvurt ég er að fara, en í embætti ráðherra eiga að vera fagmenn að mínu mati - en það er nú eins og það er með það allt saman.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2009 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband