Skuldaraáhlaup á Nýja Kaupþing?

Þegar SPRON fór á hausinn var nánast öllu sem þar var verið að sýsla með, mokað inn í hið "Nýja Kaupþing". Að sögn forsvarsmanna NK var að mestu um skuldir að ræða. Eftir stóð netbanki SPRON og einhver útibú, sem MP fjármögnun gerði síðan tilboð í og fékk fyrir um átta hundruð milljónir króna. Nú ber svo við að menn óttast áhlaup fyrrum viðskiptavina SPRON á NK sem ekki væri hægt að standa undir! Menn óttast það semsagt að skuldararnir geri áhlaup á NK og hirði þaðan skuldirnar sínar, eða hvað? Er búið að snúa bankakerfinu algerlega við, þannig að nú geti skuldarar bara labbað inn í sinn banka og sótt skuldirnar sínar? Gott væri, ef satt væri, en sennilega langt í land að svo verði, enda yrðu þeir sem skulda mest sennilega frekastir í að sækja sitt og það gengur ekki upp. Það má hins vegar lesa á milli línanna að NK er svo gott sem á hausnum, ekkert síður en gamla SPRON og vandséð annað en stefni hér í bankahrun númer tvö. Þeir sem telja að við séum komin á leið upp úr öldudal´efnahagsþrenginganna ættu að fara varlega í tali sínu og bíða um stund með að fagna. "You aint seen nothing yet" sagði forsetafroðan forðum og það eru því miður orð að sönnu sem enn munu bylja á okkur aumingjunum, sem sitjum eftir með reikninginn og þurfum að borga.     
mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband