Sprengir Framsókn ríkisstjórnina?

 Þegar Skagfirska Efnahagssvæðið (SKES), urrar á forystu Framsóknarflokksins, er eins gott fyrir forystuna að hlusta og taka vel eftir. Mikið er gott að sjá, að óánægja með flokksforystuna í op3 málinu skuli ekki einungis eiga við í Sjálfstæðisflokknum mínum.

 Nú vantar aðeins að grasrót VG láti í sér heyra, með afgerandi og ögrandi hætti, svo forysta þeirra fái hressilegt urr á sig, nema náttúrulega það sé bannað í þeirra röðum.

 Sennilega getur ekkert mál sameinað grasrót allra ríkisstjórnarflokkanna betur, en andstaðan og óvissan varðandi op3. Óvissan sennilega mest. 

 Ef eitthvað er svo ómerkilegt, að það taki því varla að nefna það, en bráðnauðsynlegt að keyra það í gegnum Alþingi, helst fyrir einhverja ákveðna dagsetningu í Noregi, er eitthvað ekki eins og það á að vera.

 Leyfum þjóðinni að njóta vafans og stöðvum samþykkt op3!

 Boltinn er hjá grasrót VG! Koma svo!

 Það hefur áhrif að urra pínulítið!

 Góðar stundir,með kveðju að sunnan.


mbl.is Vill undanþágu frá orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, eins og þú segir, Halldór Egill: Ef eitthvað er svo ómerkilegt, að það taki því varla að nefna það, en samt bráðnauðsynlegt að keyra það í gegnum Alþingi, helst fyrir einhverja ákveðna dagsetningu í Noregi, þá er eitthvað ekki eins og það á að vera!!

Vonandi fylgja fleiri flokksfélög og kjördæmaráð Framsóknarflokksins þessu frumkvæði eftir, og hér er reyndar um mikilvæga valdmiðstöð að ræða í blómlegu héraði. Vonandi sýna einstakir þingmenn flokksins lit á því að taka afstöðu með hinum breiða fjölda landsbyggðarmanna, sem hafna orkupakkanum, ella býð ég nú ekki í framtíðartraust á þeim.

Sé Evrópusambandið að hóta hér einhverju (jafnvel að fylgja því eftir með heimsókn Angelu Merkel), þá er um að gera, að menn komi upp um það og hiki ekki við að ná sér í upptökur af samtölum sem benda í þá átt, að verið sé að svíkja landið fyrir erlend fjármála- eða valdsmennskuöfl !

Jón Valur Jensson, 17.8.2019 kl. 05:48

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Grasrótin er bara til þegar það hentar forustunni.

Sigurður I B Guðmundsson, 17.8.2019 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband