Að kunna ekki að skammast sín.

 Skúli var svo duglegur, Skúli var svo rosalega´´cool´´. Skúli var og er eflaust alveg æðislegur, þannig lagað séð frá hans sjónarhorni.

 120.000.000.000.- Iskr. tapaðir fjármunir eða meir , er ´´kúlið ´´ hans.  Meira en Ísland ætlar ´´sennilega´´ að nota í samgöngubætur næsta áratuginn! Viðskiptahrappur af verstu gerð og hreint með ólíkindum hve mörgum honum tókst að vefja um fingur sér, með hæðnisglotti sínu og algerlega gölnu viðskiptaáætlunum og hreinræktuðu þvælu. Sumir fengu jú ódýrt að ferðast um stund, en næstu ár verða okkur dýr í ferðum, þökk sé Skúla. Eitt hundrað og tuttugu þúsund milljónir, landsmenn góðir, er soraslóði þessa snillings, í þessari umferð. Fréttamenn og fjölmiðlar méu nánast þar sem þeir stóðu, þegar þessi mannvitsbrekka opnaði munninn, eða kynnti nýtt ´´trix´´.

 Mestu landeyður þessa gjaldþrots eru íslenskir embættismenn, í ömurlegum ríkisstofnunum og opinberum fyrirtækjum. Látum Skúla liggja milli hluta, enda búinn að vera, en refsum rolum og aumkunnarverðum embættismönnum, sem hleyptu þessu skoffíni svona langt.

 Það eitt að Isavia leggi fram mörg þúsund milljóna kröfu á WOW, fyrir gjöld sem átti jafnvel að greiða fyrir einhverjum árum síðan, sýnir svo ekki verður um villst, að mútur voru greiddar! Engin önnur skýring er á rolugangi Samgöngustofu, Isavia og forstjóra þeirra stofnana, svo talað sé mannamál!

 Ekkert, ekki nokkurt einasta fyrirtæki í samgöngugeiranum, ekki einu sinni sjoppurekstri, komst upp með neitt í líkingu við WOWið, innan kerfisins. Ekkert flugfélag, samanber Ernir með skítaskuld en nýjustu vélina kyrrsetta, engin bílaleiga, enginn!

 Áfram hélt WOWið, eins og enginn væri morgundagurinn.

 Hverjir voru ráðherrar samgöngumála á þessum árum og með hverjum ferðuðust þeir?

 Mun það gerast að þetta verði rannsakað? Ó nei. Einskisverði og handónýti embættismaðurinn og duglausi stjórnmálamaðurinn komast ávallt undan ásamt hrappnum. Meira að segja bankastjóraómyndin, sem lagði til lansféð, sveik og prettaði viðskiptavini kortafyrirtækjanna og gerði bara dómssáttir um lögbrot sín árum saman, upp á milljarða króna(sem að sjálfsögðu voru rukkaðir til baka af kortahöfum) fékk 150.000.000.-iskr starfslokasamning!!

 Á meðan viðbjóðurinn deyr rólega út í fréttaflutningi fávísra google translate fjölmiðlabjálfa, af sænskri stúlku, sem ætlar að kúka í fötu á leið sinni yfir Atlantashafið í skútu, munu svívirðilega ömurlegir embættismenn, með 120.000.000.000.- ( Eitt hundrað og tuttugu þúsund milljónir 00/100) klúður á ferilskránni, settir í nýjar stöður innan sama kerfis. 

 Gott ef þeim verður ekki hampað í þeim sömu fjölmiðlum, sem fyrrum méu þar sem þeir stóðu ef Skúli opnaði kjaftinn og þannig boðnir velkomnir til starfa á ný. Fjölmiðlar nenna jú ekkert svo miklu lengur, ekki satt?

 Viljið þið veðja?

 Er nema von að þjóðin kúgist? 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Skúli gerir 3,8 milljarða kröfur í WOW
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Það er ábyggilega svipað komið með margan handónýtan embættismanninn, það myndi margborga sig fyrir almenninga að greiða honum vel fyrir að vera bara heima hjá sér og þá er hann ekki að valda tjóni á meðan.

Örn Gunnlaugsson, 10.8.2019 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband