Enginn ætti að vanmeta sauðkindina.

 Fjallafálur voru þær í einhvern tíma kallaðar, kindur þær sem gegndu ekki göngumönnum sínum og hlupu til ólíklegustu staða, er þeirra var vænst af fjalli í fylgd manna. Þessi blessaða fála verður örugglega dæmd til dauða af Matvælastofnun, því hún fór ekki eftir regluverki mannanna.

 Hennar dauðadómur byggist á því, að hennar óður til lífsins og sjálfsbjargar, er bannaður í mannanna regluverki nútíma bjúrókratíu. MAST incorporate, esb, ees og allt heila helvítis klabbið sér um að kála öllum fjallafálum, mennskum sem öðrum. Ef ekki með góðu, þá illu. 

 Gildir þar einu hvort villuráfandi sauður finnst utan alfaraleiðar, eða sem lítil þjóð í aungstræti allsnægta auðlinda sinna.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Þetta er gjörsamlega ótrúlegt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Matvælastofnun ríkisins lætur ekki að sér hæða þegar fjallafálur eru annarsvegar.

Í fyrra vetur réðu þeir tvær skyttur og létu ferja í Loðmundarfjörð til að skjóta fjörutíu fjallafálur eða svo, en sást yfir að semja við skytturnar að fjarlæga hræin og þar lágu þau fram á sumar.

Fálurnar voru skotnar í æðarvarpi að mér skilst, sem nytjað er á sumrin og hefur gefið vel af sér. Það sem var svo flókið við þetta mál er að fjallfálurnar komu víst aðallega úr Seyðisfirði en Loðmundarfjörður er til sveitar Borgarfirði-Eystri og þar með fjallskil á ábyrgð Borgfirðinga en ekki Seyðfirðinga.

Fyrir nokkrum árum var frétt um mjög flóknar fjallafælur, þeim var slátrað lambfullum hundruðum saman af Matvælastofnun ríkisins, ekki á fjöllum heldur vegna slæms húsakosts. Reyndar voru fálurnar mjög vel haldnar bæði andlega og líkamlega en húsnnæðið sem þeim var ætlað samræmdist ekki reglugerðum ríkisins. Vegna skorts á úrræðum þá var ekki hægt að skjóta bændur, en nægar heimildir í lögum til að slátra sauðfé.

Ég skil vel að bóndinn í Árneshreppi bíði nú með öndina í hálsinum eftir því að Matvælastofnun ríkisins taki til við að rannsaka málið á Hornströndum. Með tilliti hversu afskekkt fálurnar fundust fær stofnunin væntanlega Landhelgisgæslu ríkisins, eða kannski réttara sagt áhaldaleigu Gogga Lár til að framfylgja lögum og kæmi mér ekki á óvart að niðurstaða rannsóknarinnar verði miklu meira en "gjörsamlega ótrúleg".

Magnús Sigurðsson, 31.5.2019 kl. 06:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband