130 stundum meira myrkur?

 Klukkan hefur sinn gang. Við sem sofnum seint, vöknum seinna en aðrir. Ekkert athugavert við það. Þeir sem sofna fyrr, vakna fyrr en ég. Ekkert athugavert við það. Þjóðfélagið hefur ákveðnu skipulagi á að standa. Skólar hefjast á ákveðnum tíma, fyrirtæki opna á ákveðnum tíma. Svona bara "melló" dæmi um príðisgóðar tímasetningar. Hvers vegna umturna þessu öllu, fyrir ósönnuð vísindi eða dellu, er með öllu óskiljanlegt. Látið klukkuna í friði! Það er nægt myrkur, þó ekki sé bætt í hítina af einhverjum ótímasettum bjálfum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Birt­u­stund­um myndi fækka um 130 á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Akkúrat, tímanum verður ekki breitt nema með hörmungum.  Konan mín kallar matur og ég og krakkarnir skilum okkur að matarborðinu og alt er til friðs.

Staðreyndin er sú Halldór Egill er að tíminn sem fór kemur aldrei aftur en þann tíma sem er altaf komandi er hægt að nota í hvað sem er.  Nú orðið nota ég hann mest til að slappa af og velta vöngum og komst að þeirri niðurstöðu að tími er ekki endurnýtanlegur.  

Hrólfur Þ Hraundal, 13.3.2019 kl. 10:35

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Myrkrið eykst ekki þótt klukkunni sé breytt. :)

Kolbrún Hilmars, 13.3.2019 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband