Ferðamannabransi á villigötum.

 Það setur að manni hroll, við lestur þessarar greinar. Eru ferðaþjónustufyrirtækin virkilega komin niður á þetta stig, sum hver? Hvað næst? Hópferðir í jarðarfarirnar sjálfar, brúðkaup eða skírnir, undir leiðsögn "verktakagæda"? Verktaka sem illmögulegt er að tengja við einhver fyrirtæki í "bransanum", sem eflaust smyrja vel ofaná og selja þetta. Veit ekki með aðra, en aumur tuðari getur ekki annað en lýst yfir viðbjóði og vanþóknun á svona framferði. 

 "Seljum Ísland" hefur náð sínu lægsta stigi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Það er ekki allt til sölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Er fólk ekki enn búið að gera sér grein fyrir að græðgi íslendinga á sér engin mörk ?

Íslendingar eru Íslendingum verstir !

Birgir Örn Guðjónsson, 30.12.2018 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband