Betra að bíða með dellufund.

 Það er tilgangslaust að ræsa út utanríkismálanefnd Alþingis á sunnudagskvöldi, til að ræða afstöðu Íslands. Afstaðan liggur fyrir. Framkvæmdastjóri NATO hefur lýst því yfir að allar aðildarþjóðir NATO séu samþykkar loftárásunum. Betra hefði verið að leyfa Gulla að sullast til útlanda í hvaða tilgangi sem það nú er og taka á þessu þegar guttinn kemur aftur. Ekki nokkur skaði skeður. Niðurstaða fundarins skiptir nákvæmlega engu máli. Afstaða hérlendra stjórnvalda liggur fyrir.: Ríkisstjórn Íslands styður loftárásirnar. 

 Amlóðar í ráðherraembættum, sama hvaða tignarheiti kallast, geta ekki með nokkrum fagurgala, undanvikningum, eða fundum um helgar, kjaftað sig út úr því. 

 Ríkisstjórn Íslands, sem samanstendur af merkilegri grútarflóru andstæðinga, hefur gefið sitt álit, sem er það að hún styður árásirnar. Til hvers að halda fund á sunnudagskvöldi? Kjararáð hlýtur að úthluta sérstökum sporslum í svona dellu, þá næst það ákveður þrautarlaunin fyrir þessar gufur, sem aldrei nokkurntíma geta gefið svör við þeim spurningum sem til þeirra er beint, fyrr en svo seint að svarið skiptir engu máli lengur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ræða afstöðu Íslands í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband