Niðurlæging hérlendrar skipstjórnarfræðslu.

 Íslendingar hafa lengi byggt afkomu sína á fiskveiðum og ekki má gleyma samgöngum við umheiminn, sem lengi vel voru einungis færar sjóleiðina. Skipstjórnendur fiskveiðiskipa og farmskipa, sem sáu um að koma afurðunum af landi brott, þurftu góða fræðslu í öllu tilliti, ef ekki átti illa að fara, á báðum endum. Sú fræðsla var hér áður fyrr í heimsklassa. Annað en í dag.

 Til þess að teljast gjaldgengur í Stýrimannaskólann þurfti í eina tíð siglingatíma og reynslu. Í dag getur hver sem er tekið bóklega hlutann, án þess nokkurn tíma hafa svo mikið sem séð sjó.

 Veit ekki með aðra, en tuðarinn á varla orð yfir það, að hver sem er getur í dag rölt sér inn í þessa námsgrein og jú fínt, fengið ágætis einkunn, á bókina. Bókvitið verður ekki í askana látið og hætt við að margir þeirra sem útskrifast með láði, á bókina í dag, séu ekki til mikilla afreka, þá er hafið sýnir sinn kraft. Þá gæti reynst erfitt að hafa séð lítið annað á lífsleiðinni, en súkkulaði, banka, rándýr úr og fjöll.

 Ætli sé von á því fljótlega, að hægt sé að renna sér gegnum heilaskurðlækningar, á þessum kostakjörum?

 Andskotans rugl!

 Góðar stundir, með áramótakveðju að sunnan.


mbl.is Svissneskur skipstjórnardúx
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband