Heimskan er fundin.

 Stórviðri gengur yfir ákveðinn hluta landsins. Í óveðrinu brotna rafurmagnsstaurar og samskipti fara úr skorðum, þar sem veðrið er verst. Allt hið versta mál. 

 Á einhvern óútskýranlegan hátt, fær formaður einsmálsflokksins það á sinnið, að byggðaójöfnuður hafi afhjúpast í óveðrinu. 

 Óveðrið skall á ákveðin byggðalög með ofurþunga og því varð tjónið þar mest. 

 Óveðrið hafði ekki teljandi áhrif á önnur byggðarlög en þau, sem það skall harðast á.

 Af þessu dregur þessi ámátlegi forkólfur einsmálsflokksins þá niðurstöðu að ef allir stæðu jafnir í nafni kratismans, hefðu allir átt að verða fyrir jafnmiklu tjóni í óveðrinu, sama hvort blés eins og hjá andskotanum og snjóaði, eða gekk á með dimmum éljum og hægum vindi.

 Ef þetta er ekki heimska, þá fyrirfinnst hún ekki.

 Þar sem heimskan er fundin, er gott að vita hvar hún er.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Byggðaójöfnuður hafi afhjúpast í óveðrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. janúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband