Myglað menntakerfi í boði slugsa.

 Ekki er nóg með það að stjórnmála og embættismannaelítan sé svo upptekin af eigin rassgati, að sorglega margt sem þetta fólk á að hafa yfirumsjón með, sé að sökkva í myglu og aðra óværu í húsnæðismálum, heldur virðist einnig sem menntakerfið sjálft sé að fótum komið.

 Endalausum fjármunum virðist raðað í dellu og vitleysu og gæluverkefni misgáfuleg, meðan húsnæði rotnar yfir höfðum barna okkar og "menntakerfið" skilar af sér nemendum án nokkurs árangurs eða réttbærrar menntunar, samanber brottfall drengja úr forarvilpu endalausra tilraunaverkefna sjálfsánægðrar "vér einir vitum best" hrokagikkjanna.

 Varla getur nokkurt sveitarfélag talist leggjast lægra en Reykjavíkurborg í þessum málum. Niðurlæging borgarstjórnar Reykjavíkur og þeirra burgeisa, sem þar hafa setið skælbrosandi og í algerri vissu um eigið ágæti og óskeikulleik undanfarin ár, er alger. Að sjálfsögðu sér þetta lið ekki eigin afglöp réttu ljósi, nú frekar en fyrr og áfram mun dellan kosta fúlgur fjár í formi afskiptaleysis, hugmyndaleysis, kæruleysis og allt að því óseðjandi ánægju með eigin störf og ágæti, þrátt fyrir minni árángur en engan.

 "Að kunna ekki að skammast sín" hefur náð áður óþekktum hæðum hjá yfirstjórn Reykjavíkurborgar, en áfram heldur bruninn. Allt skal brennt til andskotans, svo fremi náist mynd af skóflustungum, "fyrirhuguðum lausnum á glæruformi" og öðru déskotans rugli.

 Nú skal börnum ekið í önnur sveitarfélög, til að forða þeim frá heilsuspillandi umhverfi höfuðborgarinnar.

 Það er sorglegt að horfa upp á ömurleik stjórnenda höfuðborgarinnar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Fossvogsbörnin í Kópavoginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband