Umhverfis og skipulagsleysissvið Reykjavíkurborgar.

 Enn á ný varpar núverandi borgarstjóri ábyrgð af höndum sér til hinna ýmsu sviða borgarinnar. Fiflagangur og skipulagsleysi, auk skorts á samráði við rekstraraðila í miðborg Reykjavíkur undanfarin kjörtímabil, hafa slátrað allnokkrum fyrirtækjum sem lagt hafa upp laupana, auk þess sem sum þeirra hafa flúið miðborgina til að halda velli. Miðborgin er dauð í boði núverandi meirihluta. 

 Eitt ömurlegasta dæmið og það auðvirðilegasta um fíflaganginn, er sennilega það þegar Hverfisgatan var grafin í tætlur, til að skipta um og endurnýja lagnir. Það gleymdist hinsvegar að panta nýju lagnirnar áður en framkvæmdir hófust og því lak skólp og skítur um skurði götunnar vikum saman, meðan lagnirnar voru á leiðinni.

 “Ég á von á því að hinir eða þessir muni taka á þessum málum” er orðið staðlað svar borgarstjórans. Ábyrgðarlaus með öllu, eins og álfur út úr hól. 

 Hann getur þó vel við unað sjálfur, með sitt eigið nærumhverfi, hvar milljónatugum hefur verið varið í að fegra og bæta hans næsta nágrenni, á kostnað samborgara sinna. 

 Í útópískri draumóraveröld sinni hefur borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík ekki einungis tekist að gera miðbæinn að steingeldu og forljótu steinsteypu og glerbjargi, heldur er honum hægt og bítandi að takast að drepa niður allan rekstur, með fáheyrðum fíflagangi sínum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Í samræmi við skilaboð umhverfissviðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband