"Pólitísk spilamennska"

 Fátt er meiri pólitísk spilamennska en að drulla upp á bak í opinberu embætti, stofna síðan um það "rýnihóp" og láta ávallt aðra svara fyrir eigin afglöp og axarsköft. Að eiga setu í opinberum "rýnihópi", sem ætlað er að rýna í sitt eigið klúður, er náttúrulega ekkert annað en algert snilldarbragð í pólitískri spilamennsku. Tala nú ekki um ef ávallt er hægt að finna meðhlægjendur og bjálfa, sem elska athygli og umfjöllun um sjálfa sig, sem verja skítinn út í hið óendanlega. Stólar og völd eru svo djöfull "cosy" og þægilegir. Hver borgar brúsann skiptir engu máli hjá þessu veruleikafirrta liði, sem svífur um á rósrauðu nostalgíuskýi eigin ágætis. 

 Að þetta fólk skuli hafa mannaforráð, eða það sem enn verra er, völd yfir almenningi, er skelfilegt og mun að lokum sliga hinn almenna borgara.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Lykti af pólitískri spilamennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband