Hverjir koma að fjárlagafrumvarpi?

 Það er í meira lagi undarlegt að einn af ráðherrum í Ríkisstjórn Íslands, skuli koma fram eins og álfur út úr hól, þegar einni stofnun sem undir hann heyrir, er gert að skera svo niður í rekstri sínum að varla er hægt að halda úti lágmarksstarfssemi. Kom ráðherrann ekkert að þessari fjárlagagerð, eða hefur hann ekki meira vit á þeim málaflokki, sem undir hann heyrir?. Að koma fram með svona hvítþvottarþvælu er ekkert annað en pínlegt. Í besta falli grátbroslegt yfirklór. Hvar var sjávarútvegsráðherra, meðan á gerð fjárlaga ríkisins stóð?

 Tuðari spyr, en fær að sjálfsögðu engin svör.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Stóð alltaf til að finna leiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband