Áfram heldur klúðrið.

 Ekki er nóg með að höfnin á sandinum sé algert rugl, heldur virðist einnig stefna í að þessi ferjuómynd verði það líka. Ef miðað er við hlutföllin milli mannsins fremst á myndinni og skipsins, virðist sem hér sé verið að smíða ferju sem ganga muni milli Skarfabakka og Viðeyjar. Eru menn gjörsamlega búnir að tapa glórunni í þessu máli?

Fyrst reynist fleytan ekki nógu löng og er því samþykkt að lengja, svo hún fljóti inn í dauðagildruna. Síðan dettur þessum "snillingum" í hug að hægt sé að minnka mengun í heiminum, með því að láta hana ganga fyrir rafhlöðum, þegar smíðin er við það að vera hálfnuð!

 Eftir að þetta fyrirbæri verður tekið í notkun, verður öruggast að synda milli lands og Eyja, með góðan kút. Furðulegur fjandi hve langt er hægt að leiða þessa endemis vitleysu, án þess að svo mikið sem nokkur spyrni við fæti og segi hingað og ekki lengra. Lokareikningurinn á eftir að svíða ofan í rassgat og alveg öruggt að allir þeir og þá sérstaklega sumir, sem ábyrgir eru fyrir þessari þvælu allri, munu enga ábyrgð bera og sleikja sína feitu eftirlaunatékka, langt umfram aðra. Óþolandi afglöp vanhæfra opinberra starfsmanna virðast geta horfið út í buskann í ómældum upphæðum, án ábyrgðar nokkurs manns, enda borgar alþýðan ávallt klúðrið, sama hve stórt það er.

 Þetta er ekkert minna en svívirðilegt hneyksli, á kostnað almennings. Þingheimur situr hjá og gapir að vanda, en alþýðu landsins blæðir í klikkaðri skattheimtu og sóun hins opinbera. Svei þessu liði öllu saman, sem lætur svona rugl viðgangast.  

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.  


mbl.is Afhending frestast frekar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband