Fatlaður er fatlaður og á að eiga rétt á sínu stæði.

 Það er alveg sama hvað bílastæði fyrir fatlaða eru "poppuð upp" af "mannvitsbrekkunum" í borgarstjórn. "Virk" manneskja, blámáluð í bílastæði poppar ekki upp bullið í allri umræðuni.

"Nýja merkið sýnir manneskju í virkni" hlýtur að hafa verið haft eftir vanvita, hönnuði merkisins, eða burgermeisternum sjálfum, svo vitlaust hljómar þetta.

 Þetta merkisóbermi er allt að því móðgun við fatlað fólk. Fatlað fólk kemst ekki leiðar sinnar sem aðrir. Þess vegna er því ætlað sjálfsagður aðgangur, næst þjónustu. Við hin erum ekkert of góð að labba spottakorn. Okkur hamlar fátt sem ekkert för.

 Hvað næst hjá þessum kjánum....altso þessum opinberu alltumlykjandishugsuðasjálftökuembættismannafíflum, sem telja sig hafa umboð til að hugsa fyrir alla?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Nýja merkið sýnir manneskju í virkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband