"Manngæskan" holdi klædd.

 Að moka sextán manns, sennilega allt karlmönnum af ólíkum uppruna, eins fjarlægum okkur og hugsast getur, í handónýtt hús við íbúagötu er ekki merki mikils hyggjuvits. Nær örugg leið til að gera alla í húsinu geggjaða, svo ekki sé nú talað um íbúana í götunni. Víkingasveit Lögreglunnar og almennir þjónar hennar margbúnir að þurfa að grípa inn í aðstæður. Íbúum nánast haldið í gíslingu af ótta við hvað gerist næst. Allt í nafni "mannúðar".

 Hver ber ábyrgð á svona déskotans vinnubrögðum og því þegja fjölmiðlar? Er búið að gegnsýra þá af rétttrúnaðarhugsunarliðinu, eða er fólk á fjölmiðlum ekki meiri bógar en þetta af ótta við eigendur þeirra? Aulagangurinn alger, hvað svo sem veldur.

 Myndin af húsinu, ein og sér, er dæmigerð fyrir aumingjaskap hins opinbera og sýnir í hverslags skötulíki öll þessi mál eru hjá yfirvöldum og öllum "miskunnsömu samverjunum". Alger niðurníðsla á öllum sviðum. Fátt ef nokkurt hugsað til enda.

 Þetta hús er táknrænt merki um fíflaganginn í þessum málum öllum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Barði blóðugur að dyrum í Stigahlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjö hundruð milljónir út um gluggann.

 Fjármála og skipulagsvit borgarstjórnarmeirihlutans virðist síst hafa batnað, þó Svíðreisn hafi stokkið á vagninn í stað óræðrar framtíðar, sem reyndar er orðin að súrri fortíð.

 Verslunarhúsnæði í borginni dugar nú þegar hátt í hálfri milljón íbúa, en nú skal bæta um betur. "Lífleg starfssemi á svæðinu"? Er þetta fólk ekki að grínast? Síðasta "líflega" starfsemin sem tuðarakvikyndið man eftir á þessum slóðum var skotárás og þar á undan Iðnaðarbankaránið með lambhúshettunni landsfrægu sem við það er kennd. 

 Sjö hundruð milljónir detta skyndilega á borðið úr galtómum fjárhyrslum Reykjavíkurborgar, sem sífellt kvartar undan blankheitum.

 Áfram skulu börn koma vannærð af undirmönnuðum leikskólum og öryrkjar sviknir af greiðslum frá borginni, sem þeim hafa verið dæmdar af dómstólum. Nostalgíuþvældum sveimhugum í borgarstjórn hefur verið gert mögulegt að halda uppteknum hætti í rugli og óráðsíu. Allt í boði Svíðreisnar. Hafi sú reisn litlar þakkir fyrir.

 Til hamingju Reykvíkingar með nýjan borgarstjórnarmeirihluta. Þvílíkt og annað eins samansafn af alltumliggjandi hug og hyggjuviti fyrir hönd borgaranna hefur trauðla sést í yfir tvö hundruð ára sögu borgarinnar. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Borgin kaupir fasteignir í Breiðholti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband