Það er hollt að hjóla, en hættulegt að ganga.

 Það eru sennilega flestir sammála um ágæti þess að hreyfa sig. Hjólreiðar eru bæði hollar og góðar, hverjum þeim er þá iðju stundar og hin besta hreyfing. Venjulegt fólk setur vonandi á sig góðan og viðurkenndan hjálm áður rennt er af stað á reiðhjólinu. Það er jú skynsamlegt til að verja toppstykkið skemmdum, ef svo illa færi að óhapp henti í túrnum. Alveg hreint með ólíkindum að ekki skuli fyrir löngu hafa verið sett af stað herferð um að synda í vinnuna. Allir árekstar í sundi eru minniháttar og það eina sem þarf til ferðarinnar er skýla, bikini eða bolur. "Safest way to travel, ever invented" (If you know how to swim)

 Mikið hefur verið "agiterað" fyrir því að ganga, hjóla, eða taka stræ-dó undanfarin ár. Afraksturinn virðist helst skila sér í spantexklæddum miðaldra körlum og kerlingum, sem halda að þau eldist hægar en annað fólk, ef þau hjóla. Klædd eins og allsberar geimverur með egg á hausnum. Með púls, blóðþrýstings og kílómetersmæla á úlnliðnum, á fimmhundruðþúsundkróna hjólum, sextíu kílómetra hraða á gang og hjólastígum höfuðborgarsvæðisins getur varla verið að nokkur eldist neitt að ráði. Hollustan er jú svo yfirgengilega mikil og græjurnar af bestu gerð. Verst hvað allir þessir andskotans gangandi vegfarendur eru sífellt að þvælast fyrir á gang og hjólastéttunum. Að ekki sé nú talað um helvítis ökumennina sem sjá þessar verur ekki fyrr en allt í einu, þvert á akstursleið sína, utan úr engu.

 Óska konunni sem ekin var niður af einu þessara fyrirbæra góðs bata og hvet hana til málssóknar á hendur gerningsmanninum/konunni. Þetta fólk er að verða helst til mikið fyrir venjulegu gangandi fólki og á skilið ærlega hirtingu fyrir.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 

 

 


mbl.is Varð fyrir hjóli og höfuðkúpubrotnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband