On, off, Oh, eða OO?

 Það er rafmagnaður andskoti, að hér í landi þrjú hundruð og eitthvað þúsunda sálna, skuli þurfa að vera til staðar milliliðakerfi, sem rukki fyrir notkun á orkunni, sem þetta dásamlega land á svo mikið af. Framleðandinn má ekki rukka beint, því viðbjóðsleg möppudýr suður í Bulluseli  hafa komist að þeirri niðurstöðu að framleiðendur megi ekki selja afurð sína beint til neytenda. Aðeins spurning hvenær bannað verður að selja beint frá býli, ef "sombíarnir" á Alþingi halda áfram að afgreiða þvæluna frá Bulluseli, með sama andvaraleysi og aumingjaskap, sem þeir hafa gert fram að þessu.

 Hvaða déskotans della er þetta eiginlega orðin? 

 Ef hægt er að selja okkur, eigendum orkunnar, á sem hagkvæmastu verði, hvers vegna er það þá ekki gert beint frá framleiðandanum?. Hvur fjandinn er eiginlega í gangi? 

 Getur verið að verið sé að safna í sjóð, svo leggja megi sæstreng, sem á endanum afsalaði okkur yfirráðum yfir Orkunni Okkar? OO er fínt nafn á raforkusölufyrirtæki, sem við öll gætum átt, því það stendur fyrir Orkuna Okkar! Við eigum Landsvirkjun með húð og hári, en því miður virðist sem það fyrirtæki sé farið að haga sér sem ríki í ríkinu, í skjóli hryðjuverkaskeyta Bullusels til hérlendra ráðamanna, sem tæpast geta talist ráðamenn lengur. Meira svona einhverskonar jáaraaular og amlóðar, sem lítið virðast hugsa um þjóðarhag. Meira svona eitthvað fyrir sjálfa sig og bestu vinina. Það er svo djöfulli gott að þurfa að gera lítið í vinnunni. Feitur eftirlaunatjékkinn bíður, algerlega óháður afkastagetu eða framlagi, til Íslensks samfélags.

 Jakkafataklæddir heildsalar á raforku virka illa á mann eins og mig. Mér finnst ávallt betra að fá hlutina frá fyrstu hendi, en það má ekki lengur, þökk sé Bulluseli og aumkunnarverðum fylgifiskum þess déskotans ófagnaðar.

 Sé þessi frétt aprílgabb, dreg ég ekki eitt einasta orð mitt til baka, í þessu tuði mínu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Hrista upp í samkeppni á orkumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband