Ferðamannabransi á villigötum.

 Það setur að manni hroll, við lestur þessarar greinar. Eru ferðaþjónustufyrirtækin virkilega komin niður á þetta stig, sum hver? Hvað næst? Hópferðir í jarðarfarirnar sjálfar, brúðkaup eða skírnir, undir leiðsögn "verktakagæda"? Verktaka sem illmögulegt er að tengja við einhver fyrirtæki í "bransanum", sem eflaust smyrja vel ofaná og selja þetta. Veit ekki með aðra, en aumur tuðari getur ekki annað en lýst yfir viðbjóði og vanþóknun á svona framferði. 

 "Seljum Ísland" hefur náð sínu lægsta stigi.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Það er ekki allt til sölu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband