WOW Air skiptir engu máli.

 Þó WOW Air detti úr skaftinu hefur það akkúrat ekkert að segja með sætaframboð ferðamanna til Íslands. Ekki nokkurn skapaðan hlut. Hingað fljúga British Airways, Lufthansa, Iberia og fleiri félög, sem eflaust fara létt með að jafna bilið og sjá til þess að hingað sé nægt sætaframboð. Icelandair getur eflaust spýtt í lófana að auki, þannig að á hyggjur af minna sætaframboði eru algerlega óþarfar. Verðlag á Íslandi og sú óþolandi vissa um eigið ágæti hérlendra ferðafrömuða á landinu er mun líklegra til að draga úr ferðamannastraumnum, en þó eitt stykki flugfélag, já eða tvö jafnvel, hverfi hreinlega af markaðnum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Þetta gæti verið svo miklu verra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband