Loftbóluprinsar Andskotans.

 Að "eiga" flugfélag, en eiga enga flugvél, hefur tuðarinn aldrei skilið. Er virkilega nóg að eiga Skóda og fimmtíu þúsund kall á reikningnum, til að geta talist eigandi að "flugfélagi" eða ferðaskrifstofu? Getur verið að þetta kallist "Pálmasyndróm"? Ekki spyrja mig, en þetta er rosalega "Iceland Expresslegt".

 Renna sér síðan gegnum gjaldþrotið og "kaupa" allt sem áður fylgdi "flugfélaginu" og tengdum félögum með aðstoð Arion Bankans? 

 Auðvirðilegar fígúrur viðskiptalífsins kristallast sennilega hvergi betur en í Andra karlinum. Bakhjarl hans er Arion Banki. Þar hafa jú einhverjir mestu "fjármálaspekúlantar" þjóðarinnar og klárustu fjármálamenn veraldar, valdið meira tjóni en gróða, nema fyrir þá sjálfa. Áfram heldur andskotans endaleysan. Fjölmiðlar gapa eins og ungi á hreiðri og taka hvaða tuggu sem er, því lífið er jú matur, numer eitt, tvö og þrjú, þegar maður er ungi í hreiðri. Hvað sem er, er nógu gott, þegar selja þarf nákvæmlega ekki neitt. Svona eins og utanlandsferðir í júní á næsta ári, til Tel Aviv. Fyrirtækið rekið á lánsfé frá væntanlegum fórnarlömbum.

 Innistæðureikningar hjá Arion Banka eru ekki ríkistryggðar og því hvet ég alla, sem eiga þar innistæður til að færa allt sitt fjármagn frá þeim skelfilega banka. WOW er nefnilega þar líka!

 Einungis spurning hvenær það "flugfélag", sem er sama merki brennt og andvana andradæmið, fer á hausinn. Ferðaskrifstofa sem á enga flugvél og rekur sig á lánsfé, sem fengið er með loforðum um ferðir fyrir ekki neitt, fram í tímann, eru ekkert annað en glæpafyrirtæki, sem sennilega eiga ekki einu sinni Skóda, þegar að uppgjörinu kemur og skellurinn lendir á almenningi, eins og fyrri daginn.

 Hvernig væri að vakna og slá þessa draumhuga í kaf, áður en skaðinn verður meiri?

 Tuðarinn bara spyr.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is 4,6 milljónir og einn bíll í búinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband