Veruleikafirrtur Samfylkingarleiðtogi.

 Málflutningur Loga er með slíkum eindæmum, að engu tali tekur. Annar eins bjálfamálflutningur hefur ekki heyrst úr sölum Alþingis í mörg ár.

 Kreistum útgerðina til andakotans. Látum þessa andskota blæða. Rukkum þá helst um fleiri krónur en þeir afla, en viðhöldum byggð í landinu samhliða.

 Þvílikur málflutningur! Þvílík gargandi snilld í hagfræði! Þvílíkur andskotans vitleysisgangur! Þvílíkur foringi! Þvílík reiknisnilld! Þvílíkt og annað eins andskotans rugl, úr einum túla!

 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Kaldar kveðjur frá formanni Samfylkingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fordæma, en á meðan......

  Fimm stjörnu hótel í Kabul, hljómar einhvernveginn "absúrd". Landið er gjörsamlega í rúst, en enn álpast þangað kanabjálfar á fimm stjörnu hótel. Á Íslandi er ein hæð í Keflavík með fimm stjörnur og sennilega ekki langt í að fimm stjörnu hótel við Bláa Lónið líti dagsins ljós, þar sem einkaþjónn hreinsar á þér rassgatið og þurrkar eftir sundsprettinn. Sóttu tífalt fleiri um en þörf var fyrir.

 Þegar bandaríkjamenn fordæma afleiðingar eigin gerða, svelgist hluta veraldar á. Ferðamenn sem telja Kabul hentugan áfangastað, eru fífl. Engum nema fíflum dettur í hug að taka sér frí í Kabul. Aðeins hernaðarráðgjafar dvelja á lúxushótelum í Kabul. Ásættanlegt mannfall í hernaði? Ef til vill. Almennir ferðamenn, ó nei.

 Djöfull sem fréttamiðlarnir mygla meir og meir. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Bandaríkin fordæma árásina á hótelið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagfræðiundur ?

 Fyrirtæki sem skilar hagnaði, sem er þrefalt meiri en tekjur þess, hlýtur að vera rekið af Samfylkingunni, eða glórulausum sósíalistum sem ekkert skilja í viðskiptum. Annar kostur er sá, að þetta sama fyrirtæki sé rekið af fyrrum og núverandi tukthúslimum á Kvíabryggju, í anda aðdraganda hrunsins.

 Hver sá sem er svo illa gefinn að stíga fram og halda svona helvítis kjaftæði fram, undir nafni og með mynd af sér, er annað tveggja snargalinn, eða á mála hjá meirhlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur, sem hlýtur þá að starfa eftir "útrásarvíkingaplaninu" . Huglæg verðmæti færð til bókar sem hagnaður og út á þau gefin skuldabréf, með veði í huglegheitunum. Svona svipað og veð í óveiddum fiski í sjónum. 

 Hagnaður þrefalt meiri en tekjur? Ekki nema von að þetta lið skilji ekki hagfræði 101, eða var það ef til vill kaffihús og menningarkjaftæði 101, nafnið á "kúrsinum" sem það tók, eða ekki. Kemur út á eitt.

 Skal ekki segja.

 Fáránlegasta fyrirsögn "ever" úr viðskiptalífinu hefur í það minnsta litið dagsins ljós. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Hagnaður þrefalt meiri en tekjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband