Kratavæðing Sjálfstæðisflokksins.

 Tuðarinn hefur haft ágætis mætur á Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Hætt er við að það álit skolist aðeins til, eftir þessi ummæli hans.

 Elliða til ábendingar, er rétt að benda á það, að konur hafa jafnan rétt á við karla að bjóða sig fram. Konur hafa kosningarétt, til jafns við karla. Ef velja á fólk til starfa fyrir fólkið í landinu, á engu að skipta hvort æxlunarfærin eru innbyggð, eða utanáliggjandi. Það er nefnilega hausinn sem skiptir máli, en ekki kynið. 

 Þessi andskotans kratismi er gjörsamlega kominn út í skurð.

 Elliði þó.....!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Prófkjör tryggi ekki næga fjölbreytni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að snúa út úr.

 Núverandi borgarstjóri snýr öllu á hvolf. Rekstur borgarinnar þar með talinn. Sjálfumgleði og hroki er aðalsmerki hans og veruleikafirring er slík, að engu tali tekur.

 Hvernig væri að þessi mannvitsbrekka útlistaði fyrir atvinnurekendum sínum (kjósendum), hvur fjandinn þessi borgarlína eiginlega er? Hvað er verið að tala um, þegar talað er um borgarlínu? Er það lína til að hjóla og ganga eftir, almenningsvagnar, lestarsamgöngur, hestakerrur eða hvað?

 Hvað er borgarlína? Um hvað er verið að fjalla?

 Ömurlegt er að fylgjast með bæjarstjórnum nágrannasveitarfélaganna lepja andskotans delluna upp eftir miðbæjarrottunum í Reykjavík. 

 Á kosningaári gæti það reynst þeim skeinuhætt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Dagur: Við Sigmundur greinilega sammála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband