Eitt þúsund og tvöhundruð milljarða klúður!

 Frá því eftir Hrun, hefur stjórnendum Seðlabanka Íslands tekist að sjá á eftir um það bil eitt þúsund, til eitt þúsund og tvöhundruð milljörðum króna, út í buskann, með illskiljanlegum hætti. Í tölustöfum lítur þetta einhverveginn svona út.: 1.200.000.000.000. 00/100, ef gefin væri út ávísun fyrir þessari upphæð. Læt betri stærðfræðingum en bjálfanum mér, eftir að reikna út hve upphæðin er há á hvert mannsbarn á Íslandi. Gæti jafnvel verið að ég kunni ekki að skrifa upphæðina rétt í tölustöfum, svo há er hún. Lái mér það hver sem vill.

 Stærstur hluti þessa taps, er sala á dönskum banka, sem tekinn var sem veð í stórláni til Kaupþings, rétt fyrir Hrun, en síðar alls kyns klúðri með minni upphæðir, sökum allt að því er virðist, algers grandvara eða hugsunarleysis fyrir hagsmunum Íslensku þjóðarinnar. Gæti verið meira, gæti verið eitthvað minna, en hvað veit almenningur?  Ekki nokkur einasti maður virðist ábyrgur fyrir þessu. Eitt þúsund og tvöhundruð milljarðar, sem annars hefðu komið inn í Íslenskt hagkerfi, var varpað fyrir róða, með arfaslæmum ákvörðunum yfirstjórnar Seðlabanka Íslands og fávísum stjórnmálamönnum, með núverandi seðlabankastjóra í fararbroddi.

 Hvernig í veröldinni stóð á því að núverandi seðlabankastjóri fékk áframhaldandi starfssamning, eftir að hafa "afrekað" annað eins, er dularfullt í meira lagi og fæstum hugsandi mönnum skiljanlegt. 

 Fyrir þær upphæðir, sem tapast hafa undir stjórn núverandi seðlabankastjóra, væri hægt að leggja að minnsta kosti fjórfaldan hringveg, með rafhleðslustöðvum á kílómetersfresti, auk hátæknisjúkrahúsa í hverjum landsfjórðungi. Að auki hefði verið hægt að hlúa vel að eldri borgurum, sjúkum, verkafólki, menningu, menntafólki, námsmönnum og nánast öllum Íslendingum, með mun betri hætti en nú er gert.

 Hvar eru fjölmiðlar, þegar kemur að því að gera upp þennan "skandal"?

 Hvernig stendur á því að Seðlabanki Íslands er kominn í viðskipti við Tortola, árið 2017?!!

 Fyrir utan augljósa sök stjórnar Seðlabanka Íslands, eru fjölmiðlar landsins og alltof margir sem þar starfa, ömurlegustu aumingjarnir í þessu andþjóðfélagslega klúðri. Þar á bæ er engum treystandi lengur, enda amlóðar flestir innandyra, sem gera aðeins það sem þeim er sagt að gera, eða það sem verra er.: Það sem þeim sýnist. Ríkisfjölmiðillinn þar fremstur í flokki.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 


mbl.is Tortólafélag keypti af SÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband