Leggja niður gjaldtökuhliðið!

 Gísli Gíslason nefnir það ekki í þessu viðtali, þar sem hann mærir norðmenn og færeyinga fyrir þeirra göng, að hvergi nokkursstaðar, hvorki í Noregi né Færeyjum, þarf að stoppa til að borga í hliði, hvorki áður eða eftir að ekið er um göngin. Allt er myndvætt og "sjálfrukkandi". Á álagstímum er það gjaldtökuhliðið sem veldur mestu töfunum í Hvalfjarðargöngunum. Umferð gæti hæglega runnið allt að tvisvar til þrisvar sinnum hraðar í gegn, ef ekki væri fyrir stoppið til að borga.

Nýjustu tækni í málið, burtu með hliðið og sjáum hvað setur. 

Koma svo Gísli!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ný göng óhjákvæmileg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband