Fávitaháttur!

 Miklabraut er ein þyngsta umferðargata Reykjavíkur. Á álagstímum, snemma morguns og í eftirmiðdaginn er hún gjörsamlega uppseld. "Fávitarnir", sem kjósa einkabílinn, í stað handónýtra Stræ Dó eða reiðhjóls, til innanborgarferða, sitja þar fastir í teppu, sem venjulega leysist úr svona um og upp úr klukkan hálf níu á morgnana og hálf sex seinni partinn. Flestir hafa sitt á hreinu, hvað þetta varðar, nema að sjálfsögðu "doktor" krulluhaus og hjálmurinn. Þessir fávitar, (þ.e. fíflin í bílunum)sem þó hafa atkvæðisrétt, eru langt í frá sáttir við þetta, en láta þetta yfir sig ganga. Þeir(altso hálfvitarnir í bílunum) vita og skilja, að þegar eitt stykki samfélag fer til og frá vinnu, á sama tíma, getur myndast röð. Röðin getur gengið mishægt, eða hratt, en að lokum rætist úr og flestir komast til sinna heima á umþaðbil réttum tíma. 

Nú hafa fáráðlingarnir í borgarstjórn ákveðið, sennilega undir áhrifum einhverra vímugjafa,(hvað getur annars orsakað aðra eins brjálaða hugmynd og þá, að þrengja Miklubraut, tímabundið eður ei) að lengja umferðarteppuna um óræðan tíma. Borgarbúar, sem stillt hafa sig inn á aðgerðarleysi þessara bjálfa, þurfa nú að endurskipuleggja morgna og eftirmiðdaga sína, því krulluhausinn og hjálmurinn hafa fundið það upp, að verja þurfi gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk, með Berlínarmúr samliggjandi Miklubraut, en aðeins fyrir landi Klambratúns! Er hægt að verða öllu vitlausari, sem borgarstjórn? Meðan börn eru svelt á dagheimilum borgarinnar, eru götur þrengdar og hjólabrýr byggðar, fyrir hundruði milljóna! 

Ef þetta er ekki fíflagangur, algerra rugluhausa, þá veit tuðarinn minna en ekki neitt.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Loka akrein á Miklubraut á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband