Hvar er umræðan um innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur?

 Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var ekki rætt svo mikið sem eina mínútu um "óþægilegasta" málið, fyrir kosningar. Hvað ætli valdi? Þöggun þeirra, sem þykir óþægilegt að ræða þessi mál, eða sú ömurlega staðreynd, að hver sá sem leggur til einharða stefnu, í þessum málum, er jafnharðan kveðinn í kútinn, af fávísu fjölmiðlafólki. Fjölmiðlafólki, sem getur í krafti útbreiðslu sinna miðla, tekið nánast hvern sem er af lífi, eftir því sem þeim þóknast, á augabragði, án nokkurra skýringa. Nægir að opinbera fullyrðinguna og viðkomandi á ekki möguleika, á að reisa hönd fyrir höfuðs sér. 

 Ein af kostulegustu kollsteypum síðastliðinnar kosningabaráttu, átti Flokkur Fólksins. Flokkurinn mældist með himinskautum, þar til hann gaf eftir í "innflytjandamálum". Fylgið snarféll í næstu "könnunum". Flokkurinn sættist á meðalmennskuna, sem gilt hefur í þessum málum og tapaði feitt,í "skoðanakönnunum". Taldist varla þingtækur. Það var ekki fyrr en formaðurinn grét í beinni, að hann náði styrk sínum á ný og er nú kominn á þing.

 Öll, eða réttara sagt engin umræða um innflæði fólks til Íslands, á sér lengur stað. Allir kjósa að feta einstigi meðalmennskunnar, þar sem á engan er hallað. Þetta gerir fólk svo lengi, að einn daginn hallar á alla.

 Það er dagurinn, sem fyrsta sprengjan springur, í sjálfsmorðsvesti fávita, eða ómálga barns, sem stjórnað er af handklæðahausum, sem ávallt halda sig utan seilingar, en setja þess í stað pening í "málstaðinn".

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


Láta "fréttamenn" panta tíma!

 Ef maður ætlar til tannlæknis, þarf að panta tíma. Ef maður ætlar til sérfræðings, þarf að panta tíma. Ef maður æskir viðtals við forseta Íslands, þarf að panta tíma. 

 Ef maður vill hjóla í þingmann, setur maður upp boxhanskana og lætur vaða. 

 Skítt með útkomuna. "Miðillinn" selst.

 Þingmenn og aðrar opinberar manneskjur eiga ekki að leggjast svo lágt, að gefa ömurlegum fjölmiðlum eilíflega tækifæri á að taka sig af lífi, eða hefja til vegs og virðingar, jafnvel fyrir ekki neitt.

 "Fréttamenn" á Íslandi.:  Pantið tíma, eins og aðrir!

  Þið eruð ekkert merkilegri en hver annar. Sá sem heldur því fram, í ykkar röðum, hefur fyrirgert rétti sínum til fréttamennsku. 

  Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Ásmundur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að?

 Það er eitthvað mikið að, þegar þekktur ofbeldismaður getur dvalið frjáls hér á landi, mánuðum saman, hlotið vernd, húsnæði og annað, sem hlotnast ekki öllum Íslendingum. Meðan þessu fer fram, fremur hann hvert afbrotið af öðru og gerir í rauninni allt, sem slæmt getur talist, honum til handa. Í janúar s.l. var ljóst hvurslags vitleysingur var hér á ferð. Undirmönnuð lögreglan hefur ítrekað haft afskipti af þessum óþverra, en það er ekki fyrr en í september sem hann er lokaður inni. Meira að segja þar, heldur hann áfram áróðri, fyrir hönd mannleysa.

 Er ekki kominn tími til að stjórnvöld girði sig í brók, eða er beðið eftir fyrstu sprengjunni, að springa á fjölförnum stað á Íslandi, rétt áður en einhver fávitinn gargar setninguna frægu?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Sagðist vera liðsmaður Ríkis íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband