Hringja engar bjöllur?

 Til stendur að opna þetta glæsilega hótel, árið 2018. Í dag er maímánuður langt genginn og árið er 2016. Í kynningu um hótelið segir að endanlegt útlit liggi ekki alveg fyrir, en samt kynnir majorinn yfir höfuðstaðnum þessa framkvæmd, eins og hún sé orðin að veruleika. Fjármögnun er ekki einu sinni lokið! Majorinn yfir höfuðstaðnum veit ekki, frekar en aðrir, hverjir eru að fara að byggja þetta hótel. Einn stærsti og mest lesni fjölmiðill landsins, fullyrðir með stríðsletri á forsíðu sinni, að einn ríkasti maður heims sé þátttakandi í þessu ævintýri. Enginn virðist samt geta sagt til um, með vissu, hver sé í raun að fara að byggja þetta hótel. Hótel, sem hefur enn ekki verið fullhannað, né fjármagnað. Er ekki nóg að hafa eina Hörpu við höfnina í höfuðstaðnum? Á að henda öðru mannvirki í hausinn á almenningi, til borgunar, við hliðina á hinu skaðræðinu, sem aldrei hefur og aldrei mun, standa undir sér. Harpan er vissulega glæsileg bygging, en á sama tíma ljúfsár minnisvarði um fáránleikann sem grasseraði í upphafi aldarinnar. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Birti teikningar af Marriot hótelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband