Hvað með veðið sem Seðlabankinn nánast gaf?

 Það er allt gott og blessað við að krefja banksterana í Kaupþing svara, um hvernig stóra láninu var ráðstafað og þó fyrr hefði verið.

 Forsætisráðherra ætti í leiðinni að krefja seðlabankastjórann þaulsetna hvernig hafi staðið á því að danski bankinn, sem settur var að veði fyrir þrautaláninu, var seldur á hrakvirði. Þeir sem keyptu, seldu hann síðan skömmu seinna á upphæð sem var margfalt virði lánsins.  

Seðlabankinn varð því af stórkostlegum upphæðum, sem ekki hefðu einungis dugað til að greiða þrautalánið að fullu, heldur verið afgangur og þar með hagnaður fyrir Seðlabankann af sölunni!  

 Um þetta mál er nánast ekkert rætt og ennþá situr seðlabankastjórinn eins og ekkert hafi í skorist! Ein stærstu efnahagsmistök Íslands og dómgreindarleysi seðlabankastjórans hafa verið þöguð í hel. Forsætisráðherra er vel kunnugt um þetta og því ótrúverðugt í meira lagi þegar hún, nú tíu árum eftir gjörninginn, ætlar að fara að ygla sig yfir þessu máli og setja upp einhverja silkihúfu og smæla framan í landslýð!

 Skömm hennar er ekkert minni en hinna sem á undan hafa setið í forsætisráðherrastól Lýðveldisins Íslands, eftir hrun. Hundruða milljarða klúður Seðlabankastjórans virðist hafa verið svo smávægilegt að þeirra mati, að varla hafi tekið því að nefna það, hvað þá hirta Mása duglega, eða hreinlega reka hann. Mönnum hefur verið sparkað fyrir minni sakir, svo mikið er víst.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Mun krefja Kaupþing um svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband