Íslensk "fréttamennska".

 "Fréttamenn" á Íslandi virðast trauðla starfi sínu vaxnir, að allt of stórum hluta.  Lepja upp fréttatilkynningar fyrirtækja og taka trúanlegar, eins og nýju neti, án nokkurrar viðleitni til gagnrýninnar fréttamennsku, eða gagnrýninnar athugunar, eða spurninga. Allt kokgleypt eins og hjá gráðugum urriða. Jafnvel kyngt ofan í rassgat, ef því er að skipta, svo öngullinn gægist meira að segja út um boruna. 

 Hver miðillinn af öðrum nýttur til auglýsinga til handa tveggja eignalausra ferðaskrifstofa, sem reist hafa sér slíkan hurðarás um öxl, að einungis banksterarnir í aðdraganda hrunsins standast samanburð. Í þetta sinn hafa stjórnvöld hinsvegar haldið sig til hlés í mærun á þessum loftbólufyrirtækjum og er það vel. A.m.k. eitthvað hefur lærst á þeim bænum. 

 Ferðaskrifstofa sem á enga flugvél, getur varla talist flugfélag. Skjátlist aumum tuðara um þessa fullyrðingu, beiðist hann leiðréttingar þeirra sem betur vita. Aldrei skilið þetta "módel" enda í anda Icesave að mínu mati. Loforð um eitthvað sem flestir hugsandi menn sjá í hendi sér að stenst ekki nokkra skoðun og gengur ekki upp. Ef það of gott til að vera satt, þá er það yfirleytt haugalygi. Það er nú ekki flóknara en það.

 Icaland Express reið á vaðið og fyrrum eigandi þess lifir nú í vellystingum í útlöndum, ásamt öðrum samfélagsskaðvöldum, leynt og ljóst. Ef til vill þóknast eigendum þessara tveggja glötuðu "flugfélaga" svo lífsstíll hans, að þeir kusu að feta sama stigið. Hver veit? 

 Að endaleysan hafi náð svona langt, er með ólíkindum. Fjölmiðlar og þeir sem þar starfa eiga þó sennilega stærstu hreingerninguna fyrir sínum dyrum. Að losna við fréttatilkynninga"fréttamenn" sína eða deyja ella.

 Þrifið, skrúbbað, "steríleserað" og mokað út, ætti að vera "mottó" dagsins á Íslenskum fjölmiðlum, hvaða nafni sem þeir nefnast. Skammist ykkar bara, fjölmiðlafólk Íslands!

 Strandaglópum óska ég góðrar heimferðar og fyrirframpönturum á  netinu samúðar.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Vitum ekki hvenær við komumst heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband