Andskotans hræsni.

Af orðum sauðfjárbóndans má ráða, að það að þurfa að kokgleypa og kyngja stóryrðunum og loforðunum sem sett voru fram fyrir kosningar, geti reynst nauðsynlegt, til að stjórnin haldi velli. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að hérlendir stjórnmálamenn eru lítið annað en pólitískar druslur og dusilmenni sem gefa skít í þjóðarhag. Það skiptir semsagt ÖLLU máli að STJÓRNIN HALDI VELLI, sama hve miklu þarf að kyngja, bakka með, svíkja eða ganga á bak orða sinna. Ráðherra og þingmannastólarnir ganga þjóðarhag framar og hugsjónin nær ekki lengra en þetta. Eftir að búið er að draga stólinn undir rassgatið á þessu liði, hvar svosem í flokki það "tilbehörer" virðist ekkert heilagt. Ekki einu sinni eigin sannfæring. Hvað ætli rollubóndinn hafi oft sagt "ALDREI ESB" fyrir kosningar? Einhver sem getur uppfrætt einfaldan Tuðara á því?

ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!!!!!!!! Þetta fólk veit ekki hvað það er að gera þjóðinni. Það skilur ekki hagfræði, það skilur ekki þarfir samlanda sinna og það sem verst er, það hefur kastað fyrir róða eigin hugsjónum.

 Enn og aftur í ég veit ekki hvaða skipti.: ÞJÓÐSTJÓRN STRAX!   


mbl.is Erfitt mál fyrir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tek undir hvert orð. Nema kannski að utanþingstjórn væri betri en þjóðstjórn.

Villi Asgeirsson, 11.7.2009 kl. 04:05

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þegar ég las færsluna, datt mér fyrst í hug.... ætli hann hafi ekki verið strokaður út af Moggablogginu ef hann hefði verið að skrifa um Sjálfstæðisflokkinn???

Þeir hjá mbl. hefðu trúlega illa þolað að þeirra menn væru kallaðir "pólitískar druslur og dusilmenni" en seint væri hægt að kalla einhvern sjálfstæðisformanninn "rollubónda" eða hvað?

Annað var það ekki núna.

Marta Gunnarsdóttir, 12.7.2009 kl. 00:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kæra Marta.: Hef kallað ALLA þingmenn sem sátu á þingi meðan Ísland brann, pílitískar druslur og dusilmenni og hef enn, að því er best ég veit, komist upp með það og ekki verið strokaður út. Er það annars einhver háðung að vera rollubóndi? Það hefði ég svo sannarlega ekki haldið og skil því ekki skotið.  

Annað var það nú ekki.

Halldór Egill Guðnason, 12.7.2009 kl. 03:05

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Ég hef þá ekki lesið bloggið þitt nógu oft. Mér finnst nú ágætt þegar fólk notar kjarnyrt mál til að lýsa skoðunum sínum.

Nei, það er engin háðung að vera rollubóndi, en mér hefur sýnst ansi margir sjálfstæðismenn vera vatnsgreiddir lögfræðingar nú og þeir sem eru það ekki eru að reyna að líkjast þeim. Rollubændur eru frekar frjálslegir til höfuðsinsef þeir hafa þá eitthvað hár, veðurbarnir og bindislausir.....

Einhverjum gæti þótt þetta einföld persónulýsing á fjölda manns .... en svona einfalda ég þetta nú til hægðarauka fyrir mig, einfalda konuna.

Annað var það nú ekki núna....    

Marta Gunnarsdóttir, 13.7.2009 kl. 12:23

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Góð.

Halldór Egill Guðnason, 19.7.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband