Unaðsreitur við umferðarnið.

 Mikið leggja skipulagsyfirvöld mikið á sig þessa dagana, að kynna framtíðarþjöppun höfuðborgarsvæðisins. Gott ef ekki verður kynnt byggð á helstu umferðareyjum, á næstunni. Mætti halda að kosningar nálguðust og ekki seinna vænna en girða sig í brók, með hverri kynningunni af annari, um væntanlega byggð, út um allar trissur. Ekki er mikið hægt að ræða afrek núverandi borgarstjórnar í byggingamálum undanfarinna ára, svo mikið er víst. Þar er allt í skötulíki og Reykjavíkurborg á hvínandi kúpunni, hvernig sem á það er litið. 

 Þetta skipulag, sem fréttin fjallar um, er svosem allt í lagi og eflaust margir til í að búa þarna. Umferðarniðurinn er jú næstum því eins "sjarmerandi" og niðurinn í læknum, ekki satt? Að ekki sé nú talað um loftgæðin, maður lifandi. Svo má einnig skella sér í parísarhjólið, sem þarna er teiknað, upp á einhverjar sex hæðir, eða meira. Fátt er eins hugarfróandi og horfa á alla bílana þjóta hjá, með ástvin sér við hlið, "in a Paris wheel, on top of the Kringlan". Hvað ætli þurfi annars að byggja háar hljóðmanir og hlaða marga grjótveggi utan um þessi ósköp, svo þarna þrífist líf, yfir höfuð? Vandi er um slíkt að spá. 

 Reyndar er að sögn Holu-Hjálmars, smá flöskuháls á öllum herlegheitunum. Það er ekki nokkur leið að komast að eða frá þessum nýja íbúðakjarna og tengjast helstu stofnbrautum, en hver hefur áhyggjur af því? Látum allt helvítis liðið labba, hjóla eða hanga í borgarlínunni. Hverjum er ekki sama? 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is 400-600 nýjar íbúðir á Kringlureit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já, látum það bara labba.

Þetta er það sem Reykvíkingar vilja. Allt stopp.

Öngþveiti, traðak og vitleysa.

Reykvíkingat eiga ekkert betra skilið.

Enda kjósa þeir þessa vitleysu yfir sig.

Gnarr-grínið er að kosta borgar búa þvílíkt

að ekki sér fyrir endann á.

Verði þeim að góðu.

Sigurður Kristján Hjaltested, 9.11.2017 kl. 02:03

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er áhrifaríkt hjá arkitektum að presentera fallega renderuð þrívíddarmódel af Múrmansk-blokkum. Sé myndin skoðuð má sjá t.d. Að ein blokkin snýr svölum að Borgarleikhusinu, svo fólk getur dundað sér við að teygja sig í leikhúsið í sólarleysinu.

Logistics er eitthvað ofan á brauð þarna hjá borginni. Pótemkíntjöld arkitektanna rúla feitt. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 08:59

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stækka stormarkaðinn og nema meira byggingarland á bilastæðum ætluðum honum. Brilljansinn á sér engin takmörk. Af hverju hefur engum dottið þetta snjallræði í hug áður?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 09:02

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Leikhúsgestir Borgarleikhússins geta bara parkerað niðri í Skeifu eða tekið leigubíl, og hananú!

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 09:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Æ gleymdi því. Stefnan er náttúrlega að útrýma bílum úr borginni. Þetta mun þá ganga upp þegar allir eru komnir á reiðhjól. :D

Annars vil ég leggja til við borgina að þeir ráði til sín "devils advocate" í skipulagsmálum í viðbót við illa auglýstar grenndarkynningar fyrir illa upplýst fólk. Mann sem finnur að öllu og hefur allt á hornum sér. Það myndi vafalaust koma í veg fyrir margan skandalann.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2017 kl. 09:10

6 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Jón Steinar.: Devils advocate" mættur! Væri alveg til í að fá að tuða ÁÐUR en margur ófögnuðurinn rís, en svona er þetta barasta. Maður verður bara að bíða eins og hinir og tuða út í húmið, um það sem maður telur að betur megi fara, já eða barasta alveg missa sig.

Halldór Egill Guðnason, 9.11.2017 kl. 20:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband