Hvers vegna að grípa inn í atburðarrásina?

 Tuðarinn getur ekki orða bundist yfir heimsku og vitleysisgangi mannanna. Hvalur lendir í ógöngum og það eru kallaðar út björgunarsveitir og allir hugsanlegir viðbragðsaðilar, til að "bjarga" honum. Er ekki í lagi með fólk?! Menn og konur leggja sig í lífshættu við að "bjarga" dýrinu, en árangurinn er verri en enginn. Dýrið er dautt. Sennileg drepist, hvort eð er, en hvað veit einhver um það?

 Hvalurinn er þannig byggður, að það er ekki gert ráð fyrir því að hann syndi afturábak. Straumfræðileg lögun hans gerir ráð fyrir sundi áfram. Þegar hvalur er dreginn afturábak, riðlast þetta og straumfræðileg lögmál fara að virka öfugt. Dýrið dregst í kaf og kemst ekki upp til að anda. Hvalir þurfa jú að anda, hafi það farið framhjá einhverjum.

 Illa og því miður, heimskuleg ákvörðun um "björgun" endaði með dauða, þess sem bjarga átti, sökum fákunnáttu og vitleysisgangs. Legg til að Landsbjörg haldi sig við björgun mannslífa. Í versta falli björgun landdýra.

 Þessi "björgun" fer í sama flokk og fíflagangurinn þegar sjómenn á bát frá Bolungarvík ætluðu að "bjarga" ísbirni á sundi, forðum daga.

 Alger heimska.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Dýrið drapst í björgunaraðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ætli yfirvöld sem stóðu fyrir þessu hafi haft vit á því að skoða flóðatöflur og spá í hvort dýrið mundi ekki lyftast sjálkrafa á flóði.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.10.2017 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband