Eitt þúsund og tvöhundruð milljarða klúður!

 Frá því eftir Hrun, hefur stjórnendum Seðlabanka Íslands tekist að sjá á eftir um það bil eitt þúsund, til eitt þúsund og tvöhundruð milljörðum króna, út í buskann, með illskiljanlegum hætti. Í tölustöfum lítur þetta einhverveginn svona út.: 1.200.000.000.000. 00/100, ef gefin væri út ávísun fyrir þessari upphæð. Læt betri stærðfræðingum en bjálfanum mér, eftir að reikna út hve upphæðin er há á hvert mannsbarn á Íslandi. Gæti jafnvel verið að ég kunni ekki að skrifa upphæðina rétt í tölustöfum, svo há er hún. Lái mér það hver sem vill.

 Stærstur hluti þessa taps, er sala á dönskum banka, sem tekinn var sem veð í stórláni til Kaupþings, rétt fyrir Hrun, en síðar alls kyns klúðri með minni upphæðir, sökum allt að því er virðist, algers grandvara eða hugsunarleysis fyrir hagsmunum Íslensku þjóðarinnar. Gæti verið meira, gæti verið eitthvað minna, en hvað veit almenningur?  Ekki nokkur einasti maður virðist ábyrgur fyrir þessu. Eitt þúsund og tvöhundruð milljarðar, sem annars hefðu komið inn í Íslenskt hagkerfi, var varpað fyrir róða, með arfaslæmum ákvörðunum yfirstjórnar Seðlabanka Íslands og fávísum stjórnmálamönnum, með núverandi seðlabankastjóra í fararbroddi.

 Hvernig í veröldinni stóð á því að núverandi seðlabankastjóri fékk áframhaldandi starfssamning, eftir að hafa "afrekað" annað eins, er dularfullt í meira lagi og fæstum hugsandi mönnum skiljanlegt. 

 Fyrir þær upphæðir, sem tapast hafa undir stjórn núverandi seðlabankastjóra, væri hægt að leggja að minnsta kosti fjórfaldan hringveg, með rafhleðslustöðvum á kílómetersfresti, auk hátæknisjúkrahúsa í hverjum landsfjórðungi. Að auki hefði verið hægt að hlúa vel að eldri borgurum, sjúkum, verkafólki, menningu, menntafólki, námsmönnum og nánast öllum Íslendingum, með mun betri hætti en nú er gert.

 Hvar eru fjölmiðlar, þegar kemur að því að gera upp þennan "skandal"?

 Hvernig stendur á því að Seðlabanki Íslands er kominn í viðskipti við Tortola, árið 2017?!!

 Fyrir utan augljósa sök stjórnar Seðlabanka Íslands, eru fjölmiðlar landsins og alltof margir sem þar starfa, ömurlegustu aumingjarnir í þessu andþjóðfélagslega klúðri. Þar á bæ er engum treystandi lengur, enda amlóðar flestir innandyra, sem gera aðeins það sem þeim er sagt að gera, eða það sem verra er.: Það sem þeim sýnist. Ríkisfjölmiðillinn þar fremstur í flokki.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 


mbl.is Tortólafélag keypti af SÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Um 3.6 milljónir á hvert mannsbarn. Um 18 millur á kjarnafjölskylduna. Munar um minna.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2017 kl. 03:15

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nankinn FIH var tekinn sem veð upp í 60 milljarða lán Davíðs til Kaupþings til að bjarga bankakerfinu frá hruni þegar enginn vissi raunar að Kaupþing átti rúm 90% í sjálfu sér.

Visntrimenn hafa farið mikinn yfir þessu láni og aldrei minnst á veðið heldur þrátta um símtalið þar sem lánið var veitt. Simtal sem ekki var hægt að birta á meðan samið er við kröfuhafa bankann.

Jæja. Þegar svo Samfylkingin og VG mættu "til að moka flórinn" tóku Már og allsherjar og fjármálaráðherrann Steingrimur saman höndum og fóru að selja veð og eignir. Meðal annars seldu þeir Tortólafélagi FIH á 75 milljarða og töldu sig í frettum hafa gert gríðarlega hagstæðan díl að endurheimta ríflega veðið. Tortólamennirnir seldu svo FIH á 1200 milljarða um leið og var tap ríkisins því 1.125 milljarðar, sem hefði nægt til að losa okkur við snjóhengjuna frægu og gott betur.

Þetta má alls ekki nefna upphátt án þess að vinstra liðið ærist og fari að tala um símtalið. Í öllum siðmenntuðum löndum hefði allavega verið búið að reka seðlabankastjórann og jafnvel setja bæði hann og ráðherrann á brauð og vatn á Kvíabryggju.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2017 kl. 03:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það hefur allavega oft verið minna tilefni til að setja á fót rannsóknarnefnd til að komast til botns í þessu. Einhvernvegin virðast það vera samantekin ráð að láta þetta mál hverfa. Kannski vert að velta þessu upp nú við kosningar til að undirstrika viðskiptavit Steingríms þjóðinni til varnaðar. Sennilega hefur enginn einstaklingur kostað þjóðina meira en hann og þá eru ljosár í næsta mann.

Hann gaf svo kröfuhöfum kröfur bankanna og gaf þeim skotleyfi á almenning að innheimta kröfurnar að fullu og meira til ef þeir gátu, sem þeir gerðu. Það eru meira að segja lög sem vernda þá þannig að ef boðið er ofan af fólki og bankarnir fá ekki "markaðsvirði" sem þeir ákveða sjálfir að mestu, þá má elta gjaldþrota fólk fram í rauðan dauðann. Það þarf bara að endurnýja kröfurnar og bíða í tvö ár þar til hinn gjaldþrota losnar undan gjaldþrotaskilyrðum.

Það er líka leyfilegt fyrir bankana að kaupa búin í gegnum leppa á hrakvirði og halda svo áfram að innheimta "markaðsvirðið" afstæða.

Vinstrimenn eru eðlilega ekki að flíka svona smámálum heldur snúa umræðunni að skeggjuðum flottabörnum til að úthella sjálfshelgun sinni.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2017 kl. 04:04

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þakka innlitið, Jón Steinar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig fyrrum allsherjarráðherrann hagar sér í komandi kosningum. Enginn stjórnmálamaður sögunnar hefur fleiri húsnæðisuppboð og eignaupptöku almennings á samviskunni. Samvisku sem virðist lítið hrjá þennan sjálfumglaða og gerfyrrta mann, á eigin gerðir. Sósíalisminn uppmálaður.

Halldór Egill Guðnason, 30.9.2017 kl. 15:02

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er ástæða fyrir því að hann hefur lítið látið bera á sér síðan þá og noti lille skravla sem handbrúðu. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 1.10.2017 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband