Fávitaháttur!

 Miklabraut er ein þyngsta umferðargata Reykjavíkur. Á álagstímum, snemma morguns og í eftirmiðdaginn er hún gjörsamlega uppseld. "Fávitarnir", sem kjósa einkabílinn, í stað handónýtra Stræ Dó eða reiðhjóls, til innanborgarferða, sitja þar fastir í teppu, sem venjulega leysist úr svona um og upp úr klukkan hálf níu á morgnana og hálf sex seinni partinn. Flestir hafa sitt á hreinu, hvað þetta varðar, nema að sjálfsögðu "doktor" krulluhaus og hjálmurinn. Þessir fávitar, (þ.e. fíflin í bílunum)sem þó hafa atkvæðisrétt, eru langt í frá sáttir við þetta, en láta þetta yfir sig ganga. Þeir(altso hálfvitarnir í bílunum) vita og skilja, að þegar eitt stykki samfélag fer til og frá vinnu, á sama tíma, getur myndast röð. Röðin getur gengið mishægt, eða hratt, en að lokum rætist úr og flestir komast til sinna heima á umþaðbil réttum tíma. 

Nú hafa fáráðlingarnir í borgarstjórn ákveðið, sennilega undir áhrifum einhverra vímugjafa,(hvað getur annars orsakað aðra eins brjálaða hugmynd og þá, að þrengja Miklubraut, tímabundið eður ei) að lengja umferðarteppuna um óræðan tíma. Borgarbúar, sem stillt hafa sig inn á aðgerðarleysi þessara bjálfa, þurfa nú að endurskipuleggja morgna og eftirmiðdaga sína, því krulluhausinn og hjálmurinn hafa fundið það upp, að verja þurfi gangandi vegfarendur og hjólreiðarfólk, með Berlínarmúr samliggjandi Miklubraut, en aðeins fyrir landi Klambratúns! Er hægt að verða öllu vitlausari, sem borgarstjórn? Meðan börn eru svelt á dagheimilum borgarinnar, eru götur þrengdar og hjólabrýr byggðar, fyrir hundruði milljóna! 

Ef þetta er ekki fíflagangur, algerra rugluhausa, þá veit tuðarinn minna en ekki neitt.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Loka akrein á Miklubraut á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það gerist iðulega og hefur alla tíð gerst að það þurfi að þrengja götur og jafvel loka þeim tímabundið meðan framkvæmdir fara fram. Hvað er öðruvísi við þessa aframkvæmd sem gerir það að verkum að þetta ætti að kallast "fávitaháttur"?

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2017 kl. 07:55

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er það sem Reykvíkingar fá yfir sig með því að kjósa vinstri flokka.

Og þetta er víðar í gangi hjá þeim, nýjast er að þrengja Birkimelinn.

Sér til uppbótar í atkvæðaleit reyna þeir að múta foreldrum leikskólabarna með því að gefa þeim um 140-150 þúsund króna niðurgreiðslu á hvert leikskólabarn á mánuði hverjum, en að vísu með því skilyrði, að fæði þeirra og aðbúnaður verði þriðja flokks.

Þannig er vísvitandi verið að freista einkum kvenna til að vera úti á vinnumarkaðnum allt að 9 klst. á dag í stað þess að sinna börnum sínum, sem þær myndu margar gera, ef þær fengju 60-70.000 styrk til þess mánaðarlega, meðan þau eru á yngsta skeiði eftir fæðingarorlofið.

Einu stjórnmálasamtökin, sem vilja þetta, þau einu sem kjósa hag barnanna fram yfir vinnumarkaðinn og efnishyggjuna, eru Kristin stjórnmálasamtök og hafa lengi talað um þetta mál, sbr. hér: 

Leikskólar að verða sífellt lakari uppeldisstaður? Gefa á foreldrum kost á styrk til að ala upp börn sín sjálf 

og svona var málum komið í janúar 2014 (einnig þar um stefnu KS):

Bruðlið með fé útsvarsgreiðenda til leikskólanna er yfirgengilegt: Foreldrar greiða aðeins um 18%

Sbr. einnig: Á að svelta leikskólabörn og snuða þau um það sem borgað var til að gefa þeim að eta? og hér (Kári klári): Ástandið í henni Reykjavík

og hér: Fé útsvars- og fasteignagjaldenda sólundað að óþörfu.

 

Jón Valur Jensson, 8.5.2017 kl. 13:47

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sæll Sigurður.

 Fávitahátturinn sem felst í þessu er sá, að þarna var fyrir, alveg ágætis gang og hjólastígur og framkvæmdin því tæpast eitthvert forgangsatriði. Ruglið í stjórn borgarinnar virðist engan endi ætla að hafa.

Halldór Egill Guðnason, 8.5.2017 kl. 13:52

4 Smámynd: Árni Davíðsson

Þetta er nauðsynleg framkvæmd. Þegar framkvæmdum er lokið ætti strætó að eiga greiðari leið fram hjá Klambratúni að fráreininni upp á Gömlu Hringbraut. Þá batnar aðstaðan fyrir strætó, afkastageta götunnar eykst og strætisvgnar taka auk þess ekki pláss á akreinunum tveimur sem verða framhjá Klambratúni í vesturátt.

Nú eru byrjuð próf í framhalds- og háskólum og því ætti umferð að vera minni og það er væntanlega þess vegna sem hafist er handa núna en ekki fyrr.

Mér finnst líka orðfæri þitt um fólk vera þér til hnjóðs.

Árni Davíðsson, 8.5.2017 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband