Ofurlaun?

 Kjararáði er ætlað að úrskurða um þessi laun, samkvæmt lögum. Það hefur nú gert það. Tímasetningin er afleit, en tæpast er þetta niðustaða sem komist var að á kosningavökum flokkanna, nú um helgina. Hækkunin er veruleg og í miklu ósamræmi við hækkanir annara þjóðfélagshópa. Upphæðirnar sem launin eru hækkuð um eru nánast stjarnfræðilega háar, að sumra mati og vel skiljanlegt að þetta veki reiði og pirring, víða í samfélaginu. Þessar hækkanir eru þó sem betur fer ekki afturvirkar, eins og var hjá mörgum öðrum yfirstressuðum og síáreittum embættismönnum, að eigin sögn, fyrr á árinu. Það læðist að Tuðaranum að þessar hækkanir hafi legið fyrir, fyrir kjördag, en það er nú einungis hugboð. Hætt er við að þessar upplýsingar hefðu hrært upp í úrslitunum, hefðu þær verið gerðar kunnar, fyrir kjördag, þó þær komi öllum þingmönnum til góða, hvar í flokki svosem standa. Gott að vita til þess að þingmenn og æðstu stjórnendur landsins geti einbeitt sér að því að vinna þjóðinni gagn, án þess að kveljast fjárhagslega. Þeim er líka eins gott að standa sig og mæta í vinnuna. Tuðarinn heimtar stimpilklukku á Alþingi á næsta kjörtímabili og krefst þess að almannahagsmunir séu teknir fram yfir persónulegt pot og brölt, í eigin þágu, eða vandamanna. Eins og kom í ljós í þessum síðustu kosningum er það brottrekstrarsök að standa sig ekki í stykkinu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Laun forseta hækka um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband