Skipulag og "nýbúar" í Mosfellsbæ.

Það er heitt í kolunum í  Mosfellsbænum þessa dagana. Ný tengibraut sem tengja á hið nýja hverfi sem rísa á í landi Helgafells er orðið að meiri háttar hitamáli og hefur reyndar kraumað undir niðri í talsverðan tíma innan bæjarfélagsins. Sitt hefur hverjum sýnst um ráðagerð þessa og hafa bæjarbúar skipað sér í tvær fylkingar óháðar pólitík um það hvort gjörningur þessi eigi rétt á sér eður ei. Það sem vekur furðu mína er að þetta skipulag sem hefur verið til staðar í ansi langan tíma með tilheyrandi lögboðnum kynningum og umhverfismati og Guð má vita hverju án þess að til neinna róttækra aðgerða eða teljandi mótmæla hafi verið gripið fyrr en nýlega. Einhver kurr hefur reyndar verið um framkvæmdirnar en án þess að mikið hafi fyrir því farið. Það virðist sem fólk átti sig aldrei á neinu fyrr en jarðýturnar mæta á staðinn og hefja á framkvæmdir. Þar er engum öðrum um að kenna en íbúum sjálfum sem eiga að vera vakandi yfir því sem yfirvöld bera á borð og hyggjast framkvæma. Það að sveitarfélög auglýsi eftir athugasemdum og kynni fyrirhugaðar framkvæmdir virðist ekki á nokkurn hátt hreyfa við velflestum fyrr en kemur að því að framkvæma. Sárafáir senda inn athugasemdir við flestu því sem framkvæama á og gildir litlu hvar á landi það er. Síðan ætlar allt vitlaust að verða þegar kemur að stóra deginum er framkvæmdir eiga að hefjast.  Þá rjúka ýmsir upp til handa og fóta og kunna sér varla hófs í djöfulganginum. Þegar kemur að því að mótmæla er öllu til tjaldað og ekki slæmt að eiga fyrrverandi sendiherrafrú sem nýlega hefur úthúðað bænum sem skítugri vegasjoppu fra Ameríku sem undanfara í fínum pels framan við jarðýturnar. Af greinarskrifum pelsklædda forkólfsins er ekki með nokkru móti hægt að sjá hvað í veröldinni hún og hennar ektamaki sem reyndar nennir ekki að búa í þessari skítugu kanasjoppu eru eiginlega að hefja upp raust sína í þessu máli. Alltaf gaman að finna til sín á ný en spurning hvar og hvenær það hentar best.

Sé ekki að þessi vegalagning að nýja hverfinu þurfi að vera neitt stórmál sem krefjist þess að nýbúar bæjarins fari hamförum í fjölmiðlum með skítkasti á bæjarfélagið sem þau völdu sér. Okkur hinum sem í bænum búa er hjartans sama hvort þau eru meðal vor eitt sér eða í smærri hópum sem ekki nenna að búa hér.

Einföld lausn varðandi þennan vegfjanda væri að leggja hann ofan við núverandi efstu byggð bæjarins og lágmarka þannig rask sem ávallt fylgir nýjum hverfum. Þeim sem ekki líkar bæjarímyndin og eru þess umkomin að kalla bæinn skítuga ameríska vegasjoppu ættu að koma sér aftur á vesturgötuna eða eitthvað annað í 101. Þar er jú elítan og engin hætta á að þurfa að óhreinka fínu pelsana framan við jarðýtur eða annað óþarfa drasl.   


mbl.is Vegaframkvæmdir í Mosfellsbæ kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Biðst afsökunar á að Vesturgatan hafi ekki haft stóran staf en kemur út á eitt. 101 skiptir okkur Hillibillyiana engu máli hvort eð er.

Halldór Egill Guðnason, 7.2.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband