Hvar hefur Már verið?

 Hvernig Seðlabanki Íslands getur látið það fram hjá sér fara, að hann tapi fimm milljörðum, sökum óupplýstra upplýsinga um eigur sínar, er algerlega óskiljanlegt. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem þetta gerist og alveg örugglega ekki það síðasta, meðan Már Guðmundsson er Seðlabankastjóri. 

 Er ekki kominn tími á karlinn að taka pokann sinn, eða þarf tuttugu og fimm þúsund milljónir í viðbót, áður en nokkur vaknar og "fattar" hversu óhæfur hann er ?

 Allt sem "gránu og þistilfjarðarkúvendingsstjórnin" kom á og enn lifir, er og verður ávallt eitur, fyri Íslenskt samfélag.

 Undarlegur fjandi, hve langan tíma tekur að sjá þetta, eða hvað? Perraumræða og æruupreisn getur lengi gengið í umræðunni, til að fela svona afglöp, eða jafnvel fella ríkisstjórn, en einn góðan  veðurdag verður hulunni svipt af blekkingunni.  

 Þá mega kommarnir nú aldeilis fara að vara sig.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Vissi ekki hver keypti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband