Mosfellsbær og "innviðagjald".

 Það er undarlegt að lesa í Mogga, að Mosfellsbær hyggist hugsanlega innleiða "innviðagjald", til að taka þátt í kostnði við innviðauppbyggingu, svosem skóla og annað. Þetta "annað" er að sjálfsögðu ekki tilgreint, en hverjum ljóst, sem eitthvað hugsar og fylgist með umræðunni, að ætlað er í þessu þvælu, sem kallast borgarlína. Er einhver glóra og rekstrargrundvöllur fyrir þessari Línu Langsokk? Er ekki kjörið að einkavæða hana? Nú er lag! Halda menn að verktakar og rekstraraðilar framtíðarinnar standi í röðum og sláist um bitann? Nei, ekki aldeilis. Enginn sem hefur eitthvað vit umfram hvítvoðung og vill stunda rekstur hefur áhuga á þessari þvælu. Það er ekkert minna en ömurlegt að fylgjast með sjálfstæðismönnum, í bæjarstjórnum umhverfis Reykjavík, sleikja hverja delluna upp á efrir annari, sem bjálfarnir í borgarstjórn, höfuðstaðar Íslands láta frá sér fara. Þó minnihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík sé höfuðlaus her, sem enginn veitir eftirtekt, þarf meirihluti sjalfstæðismanna í Mosfellsbæ ekki að lepja drulluna upp eftir þá. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar væri nær að koma skikki á skipulagsmál bæjarins, áður en leggja á frekari álögur á íbúðaeigendur. Skipulagsmál bæjarins eru flór, sem dugar ekkert minna en stórvirkar vinnuvélar á, ef gera á hreint á þeim bænum. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Efast um lögmæti innviðagjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband