Er þang ekki sjávarafurð?

 Ef þang er sjávarafurð, hlýtur það að vera sameign þjóðarinnar. Það hlýtur því að þurfa að greiða af því auðlindagjald. Samkvæmt lögum mega útlendingar ekki eiga meirihluta í sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi. 

Hálendið, náttúruperlur og annað sem gert er að féþúfu hlýtur einnig að teljast til sameignar þjóðarinnar, en er fénýtt án nokkurra teljandi gjalda. Ekki einu sinni virðisaukaskatts.

 Mjólk, brauð, bleyjur og dömubindi bera hinsvegar fullan skatt.

 Er ekki Ísland dásamlega galið?

 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Eignast meirihluta í Þörungaverksmiðjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband