Unaðsreitur við umferðarnið.

 Mikið leggja skipulagsyfirvöld mikið á sig þessa dagana, að kynna framtíðarþjöppun höfuðborgarsvæðisins. Gott ef ekki verður kynnt byggð á helstu umferðareyjum, á næstunni. Mætti halda að kosningar nálguðust og ekki seinna vænna en girða sig í brók, með hverri kynningunni af annari, um væntanlega byggð, út um allar trissur. Ekki er mikið hægt að ræða afrek núverandi borgarstjórnar í byggingamálum undanfarinna ára, svo mikið er víst. Þar er allt í skötulíki og Reykjavíkurborg á hvínandi kúpunni, hvernig sem á það er litið. 

 Þetta skipulag, sem fréttin fjallar um, er svosem allt í lagi og eflaust margir til í að búa þarna. Umferðarniðurinn er jú næstum því eins "sjarmerandi" og niðurinn í læknum, ekki satt? Að ekki sé nú talað um loftgæðin, maður lifandi. Svo má einnig skella sér í parísarhjólið, sem þarna er teiknað, upp á einhverjar sex hæðir, eða meira. Fátt er eins hugarfróandi og horfa á alla bílana þjóta hjá, með ástvin sér við hlið, "in a Paris wheel, on top of the Kringlan". Hvað ætli þurfi annars að byggja háar hljóðmanir og hlaða marga grjótveggi utan um þessi ósköp, svo þarna þrífist líf, yfir höfuð? Vandi er um slíkt að spá. 

 Reyndar er að sögn Holu-Hjálmars, smá flöskuháls á öllum herlegheitunum. Það er ekki nokkur leið að komast að eða frá þessum nýja íbúðakjarna og tengjast helstu stofnbrautum, en hver hefur áhyggjur af því? Látum allt helvítis liðið labba, hjóla eða hanga í borgarlínunni. Hverjum er ekki sama? 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is 400-600 nýjar íbúðir á Kringlureit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband